Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 55
NÁTTÚRUPR.
47
og tunglið hækkaði álofti. Bar þá miklu minna á smæstu sjörtnu-
hröpunum, en af þeim var mest; má vera, að mergðin hafi hald-
izt lengur en til sást, vegna meiri birtu í lofti. Marbakkinn í
norðrinu færðist hærra á loft eftir því sem leið á kvöld, og
rykið, sem hér fylgir þessum norðanstormum, færðist yfir loftið.
Næstu kvöld á eftir var ekki stjörnubjart, og varð því ekki
séð, hvort hröpin héldu áfram. Þess er áður getið, að menn hafa
talið mest stjörnuhröp 10. ág. (Lárentinsartárin), og 10. okt.,
en aðrir segja 14. okt. Fróðlegt væri að vita, hvort kemur betur
heim við reynslu manna þeirra, sem hafa athugað sjálfir. Að
þessu sinni mælir reynslan með fyrri deginum, en óvíst er, að
svo sé alltaf.1)
Páll Bjamason.
Samtíníngur.
Evrópa ct' láglendasta heimsálfa. Meðalhæð landsins yfir haftfleti er
aðeins 300 metrar, en meðalhæð allrar jarðarinnar er 710 metrar. Hálend-
ust, er Asía, þar nr meðalhæð landsins 940 metrar.
Tíu stærstu borgir í heimi eru London (8.204.000 íbúar), New York
(6.930.000), Berlín (4.226.000), Chicago (3.376.000), Shanghai
(3.259.000), París (2.891.000), Moskva (2.781.000), Ósaka (2.453.000),
Leningrad (2.237.000) og Buenos Aires (2.195.000). í öllum heiminum
eru eitthvað um 30 borgir, sem hafa meira en 1 miljón íbúa hver.
í Evrópu eru 31 ríki. Þrjú þau fjölmennustu eru Rússland (128 milj.),
Þýzkaland (65 milj.) og Bretland (50 milj.). Þrjú þau fámennustu eru
Danzig (405 þÚS.), Luxemburg (301 þús.) Og ísland (109 þús.).
Á íslandi eru eitthvað um 700.000 fjár, en í Noregi 1.700.000. Mest
er fjárrækt í Ástralska ríkjasambandinu, þar eru 111 miljón fjár.
Árið 1930 hafði ísland meiri viðskipti við önnur lönd miðað við mann-
fjölda. en nokkurt annað land í heiminum, að Nýja-Sjálandi einu undan-
»kildu.
1) í næsta hefti Náttúrufr. verður minnst dálítið á þessi stjörnuhröp.