Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 28
20
NÁTTÚRUFR.
Kjói (Stercocorarius parasiticus (L.)).
X 6508 Fellsmúli 10.7.32 25.8.33 Togo Island, New-Foundland.
Mjög eftirtektarvert er það, að þessir einu tveir fuglar, skúmur
og kjói, sem endurveiðst hafa, hafa fengist vestur við Ameríku-
strendur, við New-Foundland.
Lundi (Fratercula arctica arctica (L.)).
Margir fuglar hafa endurveiðst á varpstaðnum, þar sem þeir
voru merktir, og ber það vott um tryggð lundans við varpstöðvar
sínar. Þó hefir einn lundi, sem árið 1924 var merktur á hreiðri
við ísafjörð, endurveiðst á hreiðri við Eyjafjörð árið eftir, og
ber það vott um, að einstaklingarnir geti skift um »nýlendur«, ef
því er að skifta.
20. mynd. Hrafn á flugi.
Þúfutittlingur (Anthus pratensis (L.)). (Sjá kort V og VII).
Hinar litlu merkingar sýna vel, að þúfutittlingarnir leggja
ferð sína frá íslandi yfir Skotland (þangað eru þeir komnir í sept-
ember) og Belgíu (um miðjan október) til Spánar, en þangað
koma þeir í nóvember.