Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFR.
5
Sá er nú spakiír.
Fuglamerkingar mínar á íslandi,
og árangur þeirra.
Eftir P. Skovgaard.
ísland, — eyjan lengst í norðri, er í augum okkar, sem hér
búum, sveipuð æfintýralegum söguljóma, sem fær enn þá feg-
urri blæ fyrir fuglafræðinginn, vegna æíintýrsins um sjávai'-
fuglana, sem byggja hin bröttu björg þúsundum saman, — eyj-
an, þar sem geirfuglinn sökk í sæ með skerjunum, sem hann
bjó á, og þar sem styggustu fuglar, æins og gæsir, heiðlóur og
spóar, ferðast öruggir með unga sína við veg ferðamannsins.
Þetta land, þessir fuglar og lífsgátur þeirra, hafa gripið huga
minn, enda þótt mér hafi einungis auðnast að dreyma um það
í fjarska, en eg hefi verið svo heppinn að komast í samband
við íslendinga, sem höfðu mætur á fuglum, og nægilega mikinn
áhuga til þess að taka á sig starf, er kynna skyldi fuglana og
lifnaðarhætti þeirra. Byrjunin var í smáum stíl, en þeir þrír
menn, sem eg sneri mér til í fyrstu, vöktu brátt áhuga félaga
sinna og nábúa. Flokkur þeirra, sem vildu taka þátt í starfinu,