Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 53
NÁTTÚRUFR.
45
(1.008), varð mólikýlþungi vatnsins 18, þar sem súrefnisatóm-
ið er 16 sinnum þyngra en eitt atóm af vetni. En nú hafa þau
undur komið í ljós, að súrefnið í vatninu hefir ýmist atómþung-
ann 16, 17 eða 18, og að til er tvenns konar vetni, með mismun-
andi atómþunga. Með því að sameina þessar þrjár tegundir
súrefnis og þessar tvær tegundir vetnis á alla mögulega máta,
myndast 9 mismunandi tegundir af vatni, og allar hafa þær mis-
munandi eiginleika. Ein af þessum vatnstegundum er þunga
vatnið svonefnda, samsetning þess er H2H-0, í því eru tvö atóm
af þunga vetninu, en ekkert af því létta.
Þunga vatnið er nú mikið rannsakað, en erfitt er að fá nóg
af því til rannsóknanna. í fimm smálestum af hreinu vatni er
aðeins einn lítri af þungu vatni. I Frickla-rannsóknarstofunni (í
Princeton-háskólanum) í Bandaríkjunum er mikið kapp lagt á
að vinna þungt vatn úr vanalegu vatni, á hverjum degi er unnið
úr ca. 32 lítrum, og við það má framleiða aðeins 1 tenings-cm.
af þungu vatni.
Prófessor G. N. Lewis við háskólann í Kaliforníu hefir sann-
að með tilraunum, að þunga vatnið frýs við 3.8 stiga hita, en
sýður við 101.42 stig. Merkar eru einnig þær tilraunir, sem pró-
fessor W. W. Swingle hefir nýlega gert. Þær hafa sýnt það, að
íroskalirfur, sem vel geta lifað í algengu, hreinsuðu (destil-
leruðu) vatni, enda þótt það sé blandað 30% af þungu vatni,
hafa á einni klukkustund dáið í þungu vatni. Það sama hefir
komið í ljós með ýmsa smáfiska, þeir geta ekki heldur lifað í
þunga vatninu. Lífseigust voru frumdýr (Paramoecium), sem
reynd voru, þau gátu lifað allt að því sólarhring.
Ekki er mönnum ennþá kunnugt um, hvernig þunga vatnið
reynist til inntöku, en haldið er, að það muni orsaka hita, og
að megi ef til vill nota það til lækninga. Eftirspurnin eftir því
er feikna mikil, enda er það mjög verðmætt. Eitt gramm af því
kostar sex til sjö hundruð krónur, en eftir því ætti ein teskeið
af því að kosta 2500 til 3000 krónur.
Á. F.
Stjörnuhröpin í Vestmannaeyjum.
Að kvöldi dags hinn 9. okt. síðastl. sáust óvenjulega mikil
stjörnuhröp í Vestmannaeyjum— og miklu víðar, að því er síð-
ar fréttist. Klukkan var 6 er eftirtekt mín var vakin á að
stjörnuhröp væru þá furðumikil, og fór eg því að gæta að þeim