Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 24
16
NÁTTÚRUFR.
E 1343, 1345, 1356, 1357, 1367, 1368, 1372 og 1394 voru allt
kollur, merktar á hreiðri 1929 í Bjarnarey í Vopnafirði, og náðust
þar allar árið.eftir á hreiðri, 7.júní, 1930. Varpfuglar halda tryggð
við átthagana, en ungfuglar ekki eins.
Toppönd (Mergus serrator (L.)). (Sjá kort V).
10. mynd. Toppönd.
Merkingarnar sýna, að littla toppönd-
in fer um Skotland (okt. og nóv.), til
Hollands (febrúar). í apríl hafa tvær
11. mynd. Gulönd (steggur).
fengizt við strendur íslands, og margir fuglar, sem merktir hafa
verið á hreiðri, hafa náðst þar aftur, einu eða fleiri árum síðar.
Heiðagæs (Anser brachyrhynchus, BaiIIon).
B 580 Húsavík 24.9.29 12.11.32. Wexford, Co Wexford, írland.
Rjúpa (Lagopus mutus islandorum Faber).
Helmingur endurveiddra rjúpna hafa náðst á markstaðnum
■(í nóv. og des.), en hinn helmingurinn hefir flogið til Suðvestur-
landsins, og náðst þar sömu mánuði og hinar, og er það at-
hyglisvert. Rjúpur hafa einungis verið merktar í Skagafirði.
Sefönd (Podicipes auritus (L.)).
Það verður að segja, að árangurinn af jafn litilli merkingu
sé góður. Ein fékkst þannig á íslandi ófarin þegar komið var fram
í október, önnur (ungfugl) var kominn til Færeyja í nóvember,
og loks fengust tvær á markstaðnum, önnur tveim og hin þremur
árum eftir að hún hafði verið merkt, sú fyrnefnda hafði verið
merkt ung, og endurveiddist á varptímanum, hin hafði verið
merkt gömul, og náðist aftur í apríl.