Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 43
NÁTTÚRUFR. 35 fuglar, tófur o. fl. Foreldrarnir týna og tölunni um varptím- ann, og er það eflaust tófan, sem þá er þeim hættulegust hér á landi. Venjulega verpa heiðagæsirnar 5—7 eggjum, sjaldan 4, en all-oft allt að 9 eggjum, hér á landi. Heiðagæsa-eggin eru talsvert minni en t. d. stórugrágæsa-egg og oftast aflangari í laginu, stundum koma fyrir mjög aflöng egg, sem fljótt á litið virðast ólík öllum öðrum gæsa-eggjum. Þó er það ekki vitað, að gæsirnar, sem verpa þeim, sé á neinn hátt frábrugðnar öðr- um heiðagæsum. AÖalheimkynni heiðagæsanna hafa lengst af verið talin ein- hversstaðar í Norðurheimskautslöndunum, t. d. í Norðaustur- Grænlandi, á Spitzbergen og jafnvel á Franz Josepslandi er talið, að þær verpi eitthvað lítilsháttar. Á meginlandi Norðurálf- unnar verpa þær hvergi, svo kunnugtsé. Frá norðurströndum Síbe- ríu hafa engar fregnir borizt af þeim. Alpheraky þverneitar því, að þær sé innlendar á Novaya Zemlya, en um síðari rannsóknir Rússa þar norður, er ekki kunnugt. Á vetrum verður heiðagæsanna vart á ýmsum stöðum við vesturstrendur Evrópu, t. d. í Noregi, Danmörku, Þýzkalandi, Hollandi, en aðal-vetrarstöðvar þeirra eru á Bretlandseyjum, eink- um norðaustan til. Eflaust fara þær þó stundum eitthvað lengra suður á bóginn. Á írlandi eru þær taldar mjög sjaldgæfar. Hér á landi hefir þessi gæsartegund verið lítt þekkt, þangað til nú fyrir örfáum árum. Að vísu höfðu nokkrir erlendir fræði- menn ((Proctor, Slater o. fl.) látið í ljós grun sinn um, að heiða- gæsir mundu ef til vill verpa hér á landi, en þar eð sannanir fyrir því vantaði, var lítið úr því gert, auk þess voru þá skoðanir manna mjög á reiki því viðvíkjandi, hvort réttmætt væri að telja heiðagæsir sérstaka tegund, eða aðeins afbrigði af akur- gæs, sem margir töldu innlenda hér. Varð þetta til þess að varpa glundroða yfir allt, sem snerti þessi fræði íslandi viðkom- andi. En þar eð áður hefir verið að þessu vikið í þessari ritgerð, er óþarft að endurtaka það. Árið 1929 voru hér á ferð tveir brezkir fræðimenn, Con- greve og Freme að nafni. Dvöldu þeir um hríð við Mývatn þá um sumarið og fóru snögga ferð fram að Krossá á Bárðardals- afrétti. Við Krossá skaut Mr. Congreve eina heiðagæs, sem lá þar á eggjum og tók þaðan nokkur egg. Var þetta fyrsta óhrekj- 35*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.