Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 43
NÁTTÚRUFR.
35
fuglar, tófur o. fl. Foreldrarnir týna og tölunni um varptím-
ann, og er það eflaust tófan, sem þá er þeim hættulegust hér
á landi. Venjulega verpa heiðagæsirnar 5—7 eggjum, sjaldan
4, en all-oft allt að 9 eggjum, hér á landi. Heiðagæsa-eggin eru
talsvert minni en t. d. stórugrágæsa-egg og oftast aflangari í
laginu, stundum koma fyrir mjög aflöng egg, sem fljótt á litið
virðast ólík öllum öðrum gæsa-eggjum. Þó er það ekki vitað,
að gæsirnar, sem verpa þeim, sé á neinn hátt frábrugðnar öðr-
um heiðagæsum.
AÖalheimkynni heiðagæsanna hafa lengst af verið talin ein-
hversstaðar í Norðurheimskautslöndunum, t. d. í Norðaustur-
Grænlandi, á Spitzbergen og jafnvel á Franz Josepslandi er
talið, að þær verpi eitthvað lítilsháttar. Á meginlandi Norðurálf-
unnar verpa þær hvergi, svo kunnugtsé. Frá norðurströndum Síbe-
ríu hafa engar fregnir borizt af þeim. Alpheraky þverneitar því,
að þær sé innlendar á Novaya Zemlya, en um síðari rannsóknir
Rússa þar norður, er ekki kunnugt.
Á vetrum verður heiðagæsanna vart á ýmsum stöðum við
vesturstrendur Evrópu, t. d. í Noregi, Danmörku, Þýzkalandi,
Hollandi, en aðal-vetrarstöðvar þeirra eru á Bretlandseyjum, eink-
um norðaustan til. Eflaust fara þær þó stundum eitthvað lengra
suður á bóginn. Á írlandi eru þær taldar mjög sjaldgæfar.
Hér á landi hefir þessi gæsartegund verið lítt þekkt, þangað
til nú fyrir örfáum árum. Að vísu höfðu nokkrir erlendir fræði-
menn ((Proctor, Slater o. fl.) látið í ljós grun sinn um, að heiða-
gæsir mundu ef til vill verpa hér á landi, en þar eð sannanir
fyrir því vantaði, var lítið úr því gert, auk þess voru þá skoðanir
manna mjög á reiki því viðvíkjandi, hvort réttmætt væri að
telja heiðagæsir sérstaka tegund, eða aðeins afbrigði af akur-
gæs, sem margir töldu innlenda hér. Varð þetta til þess að
varpa glundroða yfir allt, sem snerti þessi fræði íslandi viðkom-
andi. En þar eð áður hefir verið að þessu vikið í þessari ritgerð,
er óþarft að endurtaka það.
Árið 1929 voru hér á ferð tveir brezkir fræðimenn, Con-
greve og Freme að nafni. Dvöldu þeir um hríð við Mývatn þá
um sumarið og fóru snögga ferð fram að Krossá á Bárðardals-
afrétti. Við Krossá skaut Mr. Congreve eina heiðagæs, sem lá
þar á eggjum og tók þaðan nokkur egg. Var þetta fyrsta óhrekj-
35*