Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 6

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 6
flðtiúrulrœðlnoorinn er nú að byrja fjórða árið. Það verður Víst því miður ekki sagt um hann, eins og margir segja um Eimskipafélag íslands, að hann sé óskabarn jajóðaririnar, enda er þar ólíkum fyrirtækj- um saman að jaína. Þó mun mörgum þeim, sem eignast ritið, þykja vænt um það, og sízt vilja án þess vera, en þar skiptir í tvö horn: annars vegar örfá hundruð manna, sem finna gleði og fróðleik í viðfangsefnum þeim, sem ritið ber að garði, en hins vegar hinn breiða þorra, er betur kann öðrum fróðleik sér til gagns og gleði. Skal það sízt lastað. — En vini blaðsins verð eg því miður að hryggja með því, að óvíst er, hve lengi það getur haldið áfram að koma út, ef að því bætast ekki skilvísir kaup- endur. Sumir af unnendum ritsins hafa stöku sinnum minnzt þess í blöðum, að æskilegt væri að styrkja það. Hér vil eg taka fram, að ritið hefir verið styrkt. — Það sem komið er, á það að miklu leyti líf sitt að þakka þrem- ur aðiljum: Náttúrufræðifélaginu, Náttúrufræðideild menningarsjóðs og ísafoldarprentsmiðju. Auk þess'hefir enginn maður fengið neitt fyrir starf við blaðið. Nota eg hér tækifærið til þess að þakka þá hjálp og þá góðvild, sem blaðið hefir notið hjá þeim, sem að ofan er getið. — Náttúrufræðingurinn þarf að fá fleiri — miklu fleiri kaupendur, ef að han ná að geta þrifist fraittvegis, og væri ritið þakklátt þeim, sem vildu styðja að útbreiðslu þess. — . / Að endingu bið eg alla kaupendur blaðsins mjög að afsaka drátt þann, sem orðið hefir á útsendingu þess í þetta skipti, stafar það eingöngu af annríki mínu. Rit- stjórn náttúrufræðingsins verður að koma á eftir svo mörgum öðrum störfum, 'áem á mér hvíla, það er auka- starf, sem ekkert gefur í aðra hönd. Vil eg biðja góða menn og konur að minnast þess. Árni Friðriksson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.