Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 45
NÁTTÚRUFR.
37
ofviða að birta nokkura greinargerð þeirra ferðalaga, en að því
er snertir gæsategund þá, sem hér er um að ræða, — heiðagæsina,
skal vikið að því helzta, sem vitnast hefir um háttu hennar
hér á landi.
Það er þá fyrst, að því fer mjög fjarri, að heiðagæsin sé
sjaldgæfur varpfugl hér á landi. Á þeim slóðum, sem þegar
hefir verið farið um, verpur hún víðast hvar, þar sem landslag,
gróður og aðrir staðhættir, er síðar skal lýst, gera henni kleift
að hafast þar við.
Á sunnanverðu hálendinu er þegar kunnugt um nokkura
varpstaði hennar, t. d. við Þjórsá (í Gljúfurleit), í Kerlingar-
fjöllum (Kisárbotnar), við Hofsjökul sunnan- og austanverð-
an, í Eyvindarveri o. v. Líkur benda til þess, að hún sé enn víð-
ar á þessum slóðum.
Norður um hálendið eru heimkynni hennar víðsvegar um
útjaðra Ódáðahrauns, vestan, norðan og austan hraunsins og
í nágrenni þess, t. d. í Skjálfandafljóts-gljúfrum, sunnan, vest-
an og norðan Stóra-Flæðuhnjúks, í Hraunárdal (Hraunárgljúfr-
um og neðst við Langadrag), við Krossá, í Hrafnabjörgum og
víðar meðfram Skjálfandafljóti (t. d. í nánd við Aldeigjufoss),
í Krákárbotnum og á nokkurum stöðum stöðum meðfram Kráká,
í Grafarlöndum eystri og áreiðanlega víðar um þessar slóðir,
en nú hefir verið talið.
Á Möðrudalsöræfum varð hennar vart í Arnardal, í Fagra-
dal, í Grágæsadal og í Hvannalindum. Á Brúaröræfum, í Kring-
ilsárana og ef til vill víðar við norðurjaðar Brúarjökuls.
Samanlagt er óhætt að fullyrða, að tala þeirra heiðagæsa,
er heimkynni eiga á þeim slóðum, sem nú hafa verið nefndar,
nemi nokkurum þúsundum. En fulla vissu um þetta er eigi hægt
að fá með öðru en því, að dvelja um lengri tíma á hverjum stað
og leita landið nákvæmlega. Á venjulegum fjallferðalögum er
ekki um slíkt að ræða. Þessháttar rannsóknir mundu og verða
all-kostnaðarsamar, og hefir því verið lögð meiri áherzla á, að
fara víðar yfir og leita vegsummerkja þess, að varp ætti sér
stað, þar sem komið er, en hins að koma tölu á hreiðrin, sem
bæði er seinlegt og oft all-erfitt. Hefir því verið látið nægja,
að gera lauslegar ágizkanir á nokkurum stöðum og hefir nið-
urstaðan orðið sú, sem að framan getur.
Lifnaðarhættir. Heiðagæsin velur sér bólfestu þar sem hún
hefir nokkurt útsýni yfir umhverfið hið næsta sér, svo að eigi
verði auðveldlega komið að henni algerlega að óvöru. Venju-