Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 51
NÁTTÚRUFIt. 43 allar 13. ættbálki íslenzkra skordýra, bjölluættbálkinum, Co- leoptera. Fara hér á eftir nöfn þeirra og fundarstaðir. Jötunuxaættin. Staphylinidae. Oxitelus sculpturatus, Gravh. Undir þangröstum í fjöru við Skerjafjörð, austan Skildinganess, "9. september 1931. Húsvinarætttin. Lathrididae. Cartodere ruficollis, Marsh. Reykjavík, í moði og salla undan heyi, 14. desember 1930. Myglubjöíluættin. Cryptophagidae. Atomaria pusilla Schön. Reykjavík, í moði og salla undan heyi, 14. desember 1930. Trjábukkaættin. Cerambycidae. Beykibukkur. Callidium variabile L. (testaceum Fabr.) Reykjavík, í beyki (sem kom frá Skandinaviu í marz), bæði lirfur og fullvaxin dýr, 1 karldýr og 1 kvendýr, 4. ágúst 1933. Barrskógarbukkur. Ragium inquisitor L. (indagator Fabr.) Reykjavík, 20. apríl 1930. Ofantaldar teg. eru fundnar af undirrituðum, nema barr- skógabukkur, af Ingim. Stefánssyni. Hafa þær sennilega flutzt til landsins á síðari tímum, og sumar þeirra fyrir skömmu. Þrjár fyrst töldu teg. hefir Dr. C. H. Lindroth ákvarðað, -en hinar eru ákvarðaðar af undimtuðum, sem einnig hefir gef- jð þeim íslenzku nöfnin. Geir Gígja. Kaffidrykkja og eðlishvöt. Hermann Stieve, sem er prófessor í líffærafræði við háskól- ann í Halle, hefir nýlega gert tilraunir með áhrif koffeíns á kanínur. Eins og kunnugt er, heitir eiturefnið í kaffinu koffeín, — það er það í kaffinu, sem hefir hressandi áhrif á líkamann. Menn hafa lengi vitað það, að koffeínið hefði skaðleg áhrif á nýru og hjarta, ef kaffis væri lengi neytt í óhófi, en tilraunirn- ar, sem að ofan er getið, hafa leitt í ljós, að það hefir fyrst og fremst áhrif á kyn-kirtlana. Tilraunirnar sýndu, að með því að gefa kanínunum mikið af sterku kaffi, mátti gera þær ófrjóar, eitrið hreif betur á karl- dýr en kvendýr. Til þess að ganga úr skugga um, að það væri nú í raun og veru koffeínið, en ekki eitthvert annað efni, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.