Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 51

Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 51
NÁTTÚRUFIt. 43 allar 13. ættbálki íslenzkra skordýra, bjölluættbálkinum, Co- leoptera. Fara hér á eftir nöfn þeirra og fundarstaðir. Jötunuxaættin. Staphylinidae. Oxitelus sculpturatus, Gravh. Undir þangröstum í fjöru við Skerjafjörð, austan Skildinganess, "9. september 1931. Húsvinarætttin. Lathrididae. Cartodere ruficollis, Marsh. Reykjavík, í moði og salla undan heyi, 14. desember 1930. Myglubjöíluættin. Cryptophagidae. Atomaria pusilla Schön. Reykjavík, í moði og salla undan heyi, 14. desember 1930. Trjábukkaættin. Cerambycidae. Beykibukkur. Callidium variabile L. (testaceum Fabr.) Reykjavík, í beyki (sem kom frá Skandinaviu í marz), bæði lirfur og fullvaxin dýr, 1 karldýr og 1 kvendýr, 4. ágúst 1933. Barrskógarbukkur. Ragium inquisitor L. (indagator Fabr.) Reykjavík, 20. apríl 1930. Ofantaldar teg. eru fundnar af undirrituðum, nema barr- skógabukkur, af Ingim. Stefánssyni. Hafa þær sennilega flutzt til landsins á síðari tímum, og sumar þeirra fyrir skömmu. Þrjár fyrst töldu teg. hefir Dr. C. H. Lindroth ákvarðað, -en hinar eru ákvarðaðar af undimtuðum, sem einnig hefir gef- jð þeim íslenzku nöfnin. Geir Gígja. Kaffidrykkja og eðlishvöt. Hermann Stieve, sem er prófessor í líffærafræði við háskól- ann í Halle, hefir nýlega gert tilraunir með áhrif koffeíns á kanínur. Eins og kunnugt er, heitir eiturefnið í kaffinu koffeín, — það er það í kaffinu, sem hefir hressandi áhrif á líkamann. Menn hafa lengi vitað það, að koffeínið hefði skaðleg áhrif á nýru og hjarta, ef kaffis væri lengi neytt í óhófi, en tilraunirn- ar, sem að ofan er getið, hafa leitt í ljós, að það hefir fyrst og fremst áhrif á kyn-kirtlana. Tilraunirnar sýndu, að með því að gefa kanínunum mikið af sterku kaffi, mátti gera þær ófrjóar, eitrið hreif betur á karl- dýr en kvendýr. Til þess að ganga úr skugga um, að það væri nú í raun og veru koffeínið, en ekki eitthvert annað efni, sem

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.