Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 15

Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 15
Jón Jónsson: Þorskveiðar og þorskrannsóknir við ísland Höfundur þessarar greinar, niag. scient. Jón Jónsson er einn a£ yngstu íslenzku náttúrufræðingunum. Hann lauk magistersprófi í fiskifræði við háskólann í Osló vorið 1946 og vinnur nú að fiskirannsóknum í atvinnudeild Háskóla Islands. Greinin birtist upphaflega í norska náttúrufræðiritinu Naturen. Hún er samin í Noregi lianda norskum lesendum og er hér lítið eitt breytt. — Guðm. Kj. Þorskurinn er ásamt síldinni nytsamasta fisktegundin við strend- ur íslands. Fiskveiðar íslendinga eru jafngamlar byggð landsins. Landnáms- mennirnir voru duglegir sjómenn og fiskimenn, og þeir lærðu fljótlega að færa sér í nyt auðæfi íslenzku fjarðanna. í fyrstu stund- uðu menn fiskveiðar einungis sem aukavinnu, til eigin þarfa. Var liskað inni í fjörðunum og með ströndum fram. Eftir 1300 hefst nýr þáttur í sögu íslenzkra fiskveiða, er byrjað var að flytja út þurrkaðan fisk til Noregs. Þenna fisk keyptu Hansa- kaupmenn háu verði. Veiðar þessar liöfðu í för með sér aukna at- vinnu innanlands. Margir bændur gerðu út eigin báta, er þeir mönnuðu vinnumönnum sínum. jafnvel biskupar og margir prest- ar gerðu út skip og höfðu fjölda fólks í þjónustu sinni. Ekki leið á löngu, áður en erlendar þjóðir fengu augastað á hinum ríku fiskimiðum landsins. Englendingar voru fyrstir útlendinga, sem byrjuðu veiðar við ísland. Þegar í byrjun 15. aldar ráku jreir miklar fiskveiðar hér, og við vitum, að árið 141(5 fórust 25 ensk fiskveiðaskip fyrir norðan land á einum degi. Á eftir Englendingum komu Þjóðverjar, og voru þessir útlendingar ekki einungis þægi- llegir gestir fyrir þjóðina. Þeir fengu meira að segja leyfi hjá danska Skonunginum til þess að setjast að í landi og réðu íslenzka fiskimenn

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.