Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 19

Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 19
NÁTTÚRUFRÆÖIN GURINN 11 Mynd 1. Heil lina: magn af porski á 1000 togstundir hjá hrezkum togurum á íslands- miöum. Slitin lina: % af þorski, sem merktur er við Grœnland á hverju dri, cn endur- heimtur við ísland. veiða okkar. Á árunum 1926—1930 voru veidd við suðurströndina 64.6% alls aflans og við vesturströndina 13.8%, þ.e. samtals 78.4%, en við norður- og austurstföndina aðeins 21.6%. Hrygningarsvæðið nær frá Eystra-Horni til Vestfjarða með mestri hrygningu undan Suðvesturlandi. í lok ársins fer hrygningarfiskur að safnast saman undan suður- og suðvesturströndinni. Hann er þá venjulega feitur og lifrarmikill. Hrygningin byrjar þar seint í marz, nær hámarki um miðjan apríl og er mestu lokið um miðjan maí. Við vesturströndina byrjar hrygn- ingin seinna og hættir seinna. Þorskur getur einnig gotið l'yrir Norð- urlandi, en það er sjaldgæfara og hefur enn sem komið er ekki skipt máli unr fiskveiðarnar í heild. Þorskurinn hrygnir á milli 20 og 200 m dýpi, en þó mest milli 50 og 150 m. Vetrarvertíð hefur frá fornu fari hafizt í byrjun febrúar og er að mestu lokið 11. maí. Hvað verður nú um allan þenna fisk, sem hrygnir við Suður- og Suðvesturland? Að lokinni hrygningu er hann orðinn magur, og ekki er nóg áta lianda honum ;í hrygningarstöðvunum, enda hverfur mestur hluti hans þaðan um miðjan maí. Nokkuð fer út á djúp- miðin eða jafnvel út á yztu brúnir landgrunnsins, en þó fer allur

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.