Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 28
20 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN klofin. Gildur puntur með mismikið útréttum greinum, oft blaðgró- inn ...................................................... Poa alpina L. II. Puntgreinarnar meira eða minna snarpar, sjaldan fremur mjúkar. a. Renglulaus jurt með aflöngum punti. Slíður og sprotar lítið eitt flalvaxin, slíðurhimnan löng og odddregin ........................... Poa trivialis L. b. Slíður og blaðsprotar sívöl. 1. Ogreinilegar taugar á neðri axögn. x. Oftast 3—4 liðir á hverju strái .................. Poa nemoralis L. y. Oftast aðeins 2 liðir á hverju strái. § Efsta blaðið neðarlega á stráinu. Slíðurhimnan 1—2 mm löng. Stráin venjulega allgróf og snörp. Engar renglur......... Poa glauca VAHL. §§ Efsta blaðið ofarlega á stráinu. Slíðurhimnan 2—3 mm löng, útdregin. Stráin fíngerð. Gular neðanjarðarrenglur. Axagnirnar silkihærðar neð- antil ............ Poa arctica R. 15R. [ssp. depailperata (ER.) NANNF.] 2. Neðri axögn greinilega 5-laugótt. x. Engar renglur. 4—5 mm löng slíðurhimna.............. Poa trivialis I,. y. Renghir. Slíðurhimnan 1—1)4 mra löng................. Poa pratensis L. § Þéttþýfðar jurtir. Neðri blómögn eintaugótt. ! Neðri blöðin breið ....................... ssp. eupratensis HIIT. II Neðri blöðin mjó ............. ssp. angustifolia (L.) LINDI5. FIL. §§ Lítið eða ekkert þýfðar jurtir. Báðar blómagnirnar þrítaugóttar. ! Fremur hátt gras með mjóum punti....... ssp. alpigena (FR.) HITT. 1! Fremur lágt gras með breiðum punti .... ssp. irrigata (LINDM.) LINDB. FIL. Heimskautasveifgrasið er gott dæmi þess, að íslenzkar jurtir liafa tapað miklu af fjölbreytni sinni, þegar ísöldin notaði harðneskju sína við að velja hina hæfustu stofna úr íslenzku jurtunum. í ná- grannalöndum okkar báðurn megin Itafsins er fjölbreytni þessarar grastegundar mikil, svo að grasafræðingar hafa flokkað hana í nrarg- ar deiltegundir og afbrigði. En hér hefur aðeins ein deiltegund orðið eftir. Svipuð dæmi er hægt að nefna frá fjölmörgum jurtategundum öðrum. Sú liagnýta ályktun, sem draga ber af þessari staðreynd, er, að þótt íslenzka jurtaríkið sé mótað af harðindum ísaldarinnar, fer því fjarri, að hér vaxi allar þær tegundir jurta og stofnar, sem gætu lifað góðu lífi á íslenzkri grund. Okkur er vissulega enn allsendis ókunnugt um, ltvaða þættir verkuðu mest á jurtirnar á jökultíman- um og hvað er ólíkt með loftslagi merkurinnar þá og nú. En samt er enginn efi á, að hin ytri áhrif ísaldarinnar voru öll önnur en áhrif loftslagsins nú. Þótt einliver tegund jurta, sem lifir í nágrannalönd- um okkar, sé horfin héðan eða aðeins til á nokkrum stöðum, telja grasafræðingar það enga sönnnn jiess, að liún geti ekki þrifizt vel hér nú, því að ísöldin olli hvarfi hennar eða skildi aðeins örfá miður

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.