Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 31
Ingólfur Davíðsson: Ættartré gróðursins Enginn veit, hvenær eða Iivernig lífverur hófu göngu sína á jörð- inni. Elztu jurtaleifar, sem fundizt hafa í jarðlögum, eru taldar bakteríur og blágxænir kalkþörungar. í jarðlögum frá sama tíma liafa fundizt leifar ýmissa dýra. Dýrin geta ekki lifað án jurtagróðurs. Þau lifa annað hvort beinlínis á jurturn eða á dýrum, sem neyta jurta. Hlýtur þess vegna að hafa verið talsverður gróður, þegar dýr- in voru uppi. Forfeður gróðursins liafa lifað miklu fyrr, en ókunn- ugt er um, hverjir eða hvernig þeir hafa verið. Hefur frumgróður- inn ef til vill verið blaðgrænulaus. Ekki er fullsannað, hvort fyrstu jurtirnar hafa lifað á landi eða í sjó, en flestir skoða samt sjóinn frumheimili gróðursins. Lággróður (þelingar) er ennþá þroskaleg- astur í sjónurn. Sveppir, landþörungar og fléttur er allt fremur smá- vaxið. En sæþörungar eru margir vöxtulegir — og sumir risavaxnir. Tröllaþarinn (Macrocystis) í suðurhöfum verður allt að 100 m á lengd. Hér við íslandsstrendur er gróskumikið Jrangbelti í fjörunt, °g dýpra í sjó vaxa reglulegir skógar af hrossaþara, maríukjarna, kerlingareyra o. fl. þönglajrörum. Þeir verða 4—6 m liáir, jr. e. svip- aðir íslenzku birkiskógunum á hæð. Vatnið heldur þörungunum nrjög uppi, svo að þeir þurfa lítt á styrktarvef að halda, þótt stórir séu. Öðruvísi er Jrví farið um landgxóður. Hann Jrarf öflugan styrkt- arvef til að halda sér uppréttum, ef' hann nær verulegri stærð. Vefir landgróðurs verða Jress vegna að vera fullkomnari en vefir vatna- jurta og sægróðurs. Sjórinn hefur sennilega verið vagga gróðurs og dýralífs um langan aldur. Seinna færist vaxtarbroddur lífsins upp á þurrlendið. Gróðurinn verður fjölbreyttastur þar, er tímar líða. Mikið hefur verið rætt um þessa stórbreytingu og margs getið til um eðli hennar og orsakir. Ef til vill hafa surnir sæþörungar smám sam- an fært sig um set upp í ár og vötn. Þaðan hafa þeir lagt leið sína

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.