Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 38
30 NÁTTÚRUFRÆBINGURINN í Breisgau (dingulmælingar) og dr. ing. A. Schleusener, Hannover (gravimetermælingar). Allýtarlegar jarðfræðiathuganir voru gerðar á jarðeldasvæðum, og var þeim rannsóknum sérstaklega beint að þeim svæðum, sem eru rík að gjám og hraunsprungum, svo sem Mývatnsöræfum, Eld- gjá, Laka og Þingvöllum. Gerðar voru nákvæmar þríhyrningamælingar milli punkta, sem voru auðkenndir á varanlegan hátt með vörðum. Mælisvæðið var lagt þvert yfir jarðeldasvæðið með endastöðvum í eldri berglögum beggja vegna. Voru endastöðvar þessar Stórihnjúkur ofan við Krækl- ingahlíð að vestan og Haugsnibba í Dimmafjallgarði að austan. Með því að endurtaka mælingar þessar seinna meir verður iiægt að ganga úr skugga um það, hvort láréttar jarðhræringar eiga sér stað á mælingasvæðinu á tímabilinu milli mælinganna. Mældar voru línur yfir einstök hraunsprungusvæði, þvert á stefnu gjánna (Gjástykki). Við endurmælingar er hægt að ákveða bæði lá- réttar og lóðréttar stöðubreytingar á gjám þeim og börmum, sem mæld voru. Til þess að fá hugmynd um dýpri jarðlög og legu þeirra, voru jarðþyngdarmælingar gerðar á rannsóknarsvæðinu. Jarðþyngd ís- lands í Jilutfalli við meginland Evrópu var ákveðin með dingul- mælingum í Göttingen og á Akureyri um vorið og til frekara ör- yggis með mælingum á Akureyri og í Freiburg um Iiaustið. Við dingulmælingarnar á íslandi var mælipunkturinn á Akureyri not- aður sem grundvöllur (Basispunkt) fyrir þær 8 dingulmælingar, sem gerðar voru á rannsóknarsvæðinu. Til þess að þétta kerfi þyngdar- mælinganna var mælt með svokölluðum gravimeter milli dingul- stöðvanna. Á þann liátt lekkst samfellt mælingakerfi með 3—4 km milli punktanna á línu frá Sílastöðum í Kræklingahlíð að Gríms- stöðum á Hólsfjöllum. Fyrsta ritgerðin í bókinni (eftir próf. Niemczyk) ljallar um þríhyrningamælingar, sem gerðar liafa verið í Þýskalandi í svipuð- um tilgangi og mælingar á Islandi. Eftir ýmiss konar gagnrýni bendir höfundurinn á, hvaða aðferðir séu vænlegastar til góðs ár- angurs. Næsta ritgerð bókarinnar er eftir próf. Bernauer og fjallar um jarðliræringar á íslandi eftir jökulöld og orsakir þeirra. Bernauer kemur víða við, og yrði of langt mál að endursegja alla ritgerðina, enda þótt liún sé mjög athyglisverð. Með mælingum á sprungu-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.