Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 39
NÁTTÚRUFRÆBINGURINN 31 svæðum eins og t. cl. Gjástykki og Þingvöllum kemst hann að þeirri niðurstöðu, að samanlögð breidd gjánna nemi 4i. u. b. 2% a£ breidd svæðanna. Skoðun Bernauers er sú, að gjárnar séu myndaðar við láréttar jarðhræringar, sem stali af straumum í bráðnu bergi í iðr- unr jarðar. Telur hann sennilegt, að jarðeldasvæðið sé gömul ris- bunga, en að lóðréttu jarðhræringunum sé nú að mestu lokið. Yfir- leitt telur Bernauer, að hræringar jarðeldasvæðisins muni vera í rénun, en þó hvergi nærri lokið. Þá koma tvær ritgerðir eftir próf. Niemczyk og dr. Emschermann, þar sem þeir gera grein fyrir þríhyrninga- og þverlínumælingunum. Eins og getið var um hér að framan, er mælingum þessurn ætlað að vera grundvöllur undir endurmælingum seinna nieir. Til þess að ná þeim tilgangi, þurftu mælingarnar að vera afar nákvæmar, miklum mun nákvæmari en venjulegar mælingar fyrir kortagerð. Höfundarnir lýsa mjög ýtarlega tækjum þeim og aðferðum, sem notaðar voru við mælingarnar, og reikna út nákvæmni þeirra. Nið- urstaða þeirra er sú, að sé þensla jarðeldasvæðisins jöfn frá ári til árs og nemi h. u. b. 7 cm árlega (samkvæmt niðurstöðum Bernauers), muni hennar gæta mjög greinilega við endurmælingar á tíu ára fresti. Gera má ráð fyrir, að þenslan sé ójöfn, eigi sér stað í sam- bandi við jarðskjálfta og eldgos með hvíldum á milli. Nógu tíðar endurmælingar mundu ekki eiuungis gefa upplýsingar um það, hvort þensla jarðeldasvæðisins á sér stað í raun og veru, og hve stórstíg hún er. Ef um þenslu er að ræða, mundu þær einnig leiða í ljós, hvernig þensluhræringarnar fara fram, hvort hreyfingin er jöfn eða rykkjótt. Að dómi höfundanna væri æskilegt að auka við mælinganetið, svo að það næði einnig yfir jarðskjálftasvæði Axar- fjarðar og gossvæði Öskju. Bókinni lýkur með tveim ritgerðum um jarðþyngdarmælingarnar. Fyrst gerir próf. Ansel grein fyrir dingulmælingunum. Eru þær sérstaklega merkilegar vegna þess, að jarðþyngd íslands var ákveðin í hlutfalli við staði á meginlandi álfunnar með þekktri jarðþyngd og þá vitanlega jafnframt í hlutfalli við normalþyngd þeirra breidd- arstiga, sem mælt var á. Allar dingulmælingarnár á íslandi sýndu yfirþyngd (Uberschwere). Til dæmis var yfirþyngdin á Akureyri A g'o = + 0,021 • 5 cm/sec—2. Blr það mjög svipað uiðurstöðu Jo- hansens árið 1900. Seinasta ritgerðin, eftir dr. Schleusener, fjallar um gravimeter- mælingarnar. Frá jarðfræðilegu sjónarmiði eru þessar mælingar

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar: 1. Tölublað (1947)
https://timarit.is/issue/290769

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. Tölublað (1947)

Gongd: