Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 45
NÁTTÚRUFRÆÖINGURINN 37 birti hann 1939 langa ritgerð um rannsóknir sínar á íslandi. Rit- gerðin heitir Action du vent sur les fórmations volcaniques en Islande (Áhrif vinda á íslenzkar gosmyndanir). Þótt ekki sé um margar eiginlegar nýjungar að ræða í þessari ritgerð, er hún hin skilmerkilegasta og gefur góða mynd af íslenzkum söndum og ís- lenzkri fokjarðvegsmyndun. Mynd 2 er úr þessari ritgerð og sýnir þríflötunga nálægt Gunnarsholti. Stt hlið' þeirra, er snýr móti aðal vindáttinni er fínrákótt af vindsvörfuninni. Það er til merkis um vandvirkni Cailleux, að hin mörgu íslenzku nöfn, sem koma fyrir í ritgerðinni, eru nær öll rétt stöfuð, að því undanskildu, að komm- urnar eru dálítið á ruglingi. Nýlega barst mér í hendur doktorsritgerð Cailleux, sent hann varði við Sorbonne-háskóla 1942. Þetta er mikið rit og heitir Les aclions éoliennes périglaciaires en Europe (Áhrif vinda á hring- svæði ísaldarjöklanna í Evrópu). í þessari ritgerð er samandreginn árangur af 9 ára rannsóknum, þ. á. m. rannsóknunum hér heima 1937. Það liggur ótrúlega mikið verk á bak við þessa ritgerð. Caill- eux, hefur rannsakað um 4010 sýnishorn sands frá öllum heimsálfum og hann vitnar í 777 ritgerðir. Ýmislegt hefur liann þá aðhafzt um dagana annað en að rýna á sandkorn, því að ritgerðin er tileinkuð fjölskyldu lians, og þar eru m. a. talin upp með nöfnum 7 börn, en slíkt þykir stór barnahópur suður í Frans. Við nánari athugun má sjá, að hann hefur leikið á nazistana með þessari nafnaupptaln- ingu, því nöfnunum er þannig raðað upp á forsíðuna, að þau mynda hinn lothringska kross, sem á hernámsárunum var tákn frelsis- hreyfingar De Gaulles. Til samanburðar jarðvegssýnishornanna frá liinum ýmsu lönd- um hefur Cailleux sérstaklega athugað í sýnishornunum öll kvarz- korn af stærðinni 0.4—1.0 mm í þvermál. Þessi korn flokkar hann í fjóra flokka: í fyrsta flokknum eru ónúin hvasshyrnd korn. Þau hafa myndazt við veðrun og ekki orðið fyrir öðru hnjaski. í öðrum flokki eru núin, óreglulega löguð og gljáfægð korn. Þau bera merki vatnssvörfunar. I þriðja flokki eru meira eða minna hnöttótt koin með möttu yfirborði. Það eru þau korn, sem bera merki vindssvörf- unar. í fjórða flokknum eru korn, sem eru nreð senrentshúð af ein- lrverju tagi. I hverju sýnislrorni hefur Cailleux svo reiknað, lrversu lrá er prósenttala kornanna í þriðja flokki, þ. e. þeirra vindnúnu. Virðist þessi Samánburður gerður af mikilli nákvæmni. í Evrópu gætir þessarra vindsorfnu korna nrest á belti, er liggur frá Varsjá

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.