Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 49
NÁTTÚRUFRÆBINGURINN
41
Landnám Ingólís
Verður nú byrjað á landnámi Ingólfs austanverðu og haldið
vestur með landi. Náði landnám lians í fyrstu að Ölfusá, er feður
vorir nefndu Hvítá. Fellur áin nú til sjávar úr austurkrika lóns
þess, er hún myndar við sjóinn. En ósinn var á landnámstíð nálæg't
miðri sandeyrinni, sem er framan við lónið og mun hafa verið nefnd-
ur Alfsós.
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns1 — hér eftir til hægð-
arauka nefnd bara Jarðábók — getur ýmissa jarða í Ölfusi, er spillzt
hafa af sjávarflóðum. En þeim verður slepjrt hér, því betur á við
að geta þeirra, þegar kemur að flata landinu, austan Ölfusár.
Eini bærinn í Ölfusi, er stendur við sjálfan útsæinn er Þorláks-
höfn, en hún er 6—8 rastir frá þeim bæjurn, sem næstir eru. Jarða-
bók getur þess (ár 1706), að sjávarbrot grandi þar túni. Síðan fara
litlar sögur af þess konar skemmdum þar, en landið þar virðist þó
hafa verið að síga, því í stórflóðum flæðir inn yfir allan kamp.
Varð mest þess konar flóð þar fyrir um 20 áruin (að líkindum 1925).
Á þessum slóðum gerist ströndin klettótt, en endar sendna strönd-
in, er nær, svo að segja óslitin, meðfram landinu að sunnanverðu,
austur undir Berufjörð.
SELVOGUR
Engin byggð er í vestur frá Þorlákshöfn, fyrr en komið er í Sel-
vog, og eru þarna um 15 rastir milli bæja. Selvogurinn er sérstakur
hreppur, og eru þar aðallega tvær byggðir, auk nokkra einstakra
bæja.
Jarðabók (ár 1706) getur, að sjór grandi að lraman túnunum
á Nesi og Bjarnastöðum, og er líkt sagt um túnin í Götu og Þor-
kelsgerði. Um Bæjarbúð er sagt, að lendingin sé orðin ónýt, um
Eimu, að sjór brjóti framan af túni, og um Vindás, að sjórinn sé
búinn að brjóta svo af túninu, að bænum sé varla óhætt lengur.
Voru bæði Eima og Vindás komin í eyði fyrir 1750. Urn Snjóthús
er sagt í Jarðabók, að sandur og sjávargangur spilli þar túninu ár
l'rá ári, og um Sauðagerði, að sjávargangur skemmi árlega meir og
1) Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, er þeir tókn sainan á árunum 1702
til 1712, en ekki var prentuð fyrr en liðlega tveim öldum síðar. Hafa 1,—9. bindi
verið prentuð í Káupmannahöfn á áruniim 1913 til 1943 og eru ekki enn komin öll.