Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 52

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 52
NÁTTÚRUIRÆÐINGURINN 44 land þeirra. Hið sama á sér enn stað í tíð séra Geirs, því að hann segir sjó brjóta þar og bætir svo við: „Ekki eru heldur hjáleigurnar á Járngerðarstöðum fríar fyrir sjávargangi, t. d. eru Hrafnshús, sem áður stóðu milli Akurhúsa og Kvílnisa, í seinni tíð flutt þangað, sem þau nú eru. Kvíhús standa árlega í miklum voða fyrir sjávar- áfalli, og Jrað sarna má segja um Akurhús, nema herrann vilji enn meiri miskunn gera.“ Það er að heyra á séra Geir, að hann liafi ekki búizt við neinu kraftaverki þarna, enda mun ekki hafa af því orðið, því að hjáleigan er liðin undir lok. Um liina fornu höfn í Grindavík segir í sóknarlýsingu séra (ieirs (1840): „Á milli Staðar og Húsatótta, Jió nær Stað og rétt í austur Jraðan, er höfn sú eður skipalægi, er forðum var siglt upp í Grinda- vík'. Eru tveir festarhringir með boltunum, sá að austan og norðan- verðu, enn þá óbrjálaðir í skerjum Jreim er Húsatóttum tilheyra. En hinn Jrriðji boltinn, en úr honum er hringurinn farinn, er á Staðarlóð í skeri austur af Sjávarhúsi. Var kaupskip þannig bundið á þrjá vegu, en atkerum varpað fram af Jrví, og horfði svo á sjó út í landsuður." Tvö þessara skerja eru nú alvaxin þangi og eru mjög lág að sjá, þó að enn komi Jrau upp um fjöru. Segir séra Brynjólfur Magnússon í Grindavík (1947), að segja megi um Staðarhverfið (og eiginlega allt byggðarlagið), að sjórinn smámylji niður landið og megi svo að segja árlega sjá rriun einhvers staðar, þó að mest beri á Jressu í stórflóðum, því að Jrá beri sjórinn kampinn hærra, og mest í.flóð- inu mikla, er kom 1925. En í Jrví flóði braut víða stór skörð, er sjá má með allri ströndinni, en kampinn rak flóðið á undan sér nokkuð upp á tún. Nokkur luis lögðust Jjá í eyði, en sjórinn gekk eftir Jjetta svo upp í naustin, að nauðsynlegt þótti að steypa varnar- garð fyrir framan þau. Byggð er ekki önnur en sú, er lýst hefur verið, á allri ströndinni frá Þorlákshöfn til Reykjaness , og er vegalengdin um 70 rastir, Jjó að í lofti sé farið. En við Reykjanes fer landið að ganga sem næst beint til norðurs. Er vesturströnd þessa mikla útskaga 30 rasta löng norður á tá Garðskaga, en syðsti þriðjungur hennar er óbyggður frá fornu fari. Voru þarna enn tíu rastir með sjó óbyggðar frá Stað í Grindavík til Kalmanstjarnar í Höfnum, áður en Reykjanesviti var reistur. Niðurlag i nœsta hefti.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.