Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 42
36 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þörunga af ættkvíslinni Lithothamnion. Á einum stað á ca. 6 m dýpi, þar sem lítið var um stórvaxna þörunga, var talsvert af skolla- þvengjum (Chorda filum) og Ectocarpus. Þarna fannst líka örlítill vottur af klóþangi (Ascophyllum nodosum). mjög smávöxnu. Á blöðunum á hrossaþaranum var hér víðast livar mjög mikið af Bryozoa (mosdýr). Voru þarablöðin sums staðar alþakin af kalk- hylkjum þessara dýra. Á blöðum hrossaþarans var einnig oft mikið af smávöxnum Hydroidea (liveljur). 2. Þtiragróður undan Skálanesi og Reykjanesi vestanverðu, á 5—10 m dýpi Aðalgróðurinn á þessu svæði var einnig hrossaþari og beltisþari. Af síðari tegundinni var hér þó tiltölulega meira en á austursvæð- inu (suður undan Reykjanesi). Laminaria-gróðurinn virtist liér yl’ir- leitt yngri en á austursvæðinu og var ekki eins mikið vaxinn öðrum gróðri. Bar hér t. d. minna á Bryozoa á blöðum hrossaþarans. Aftur á móti var hér talsvert um söl (Rhodymenia palmata) á þaraleggjum. Kerlingarhár fannst hér víða. Á steinum og skeljum í þaraþönglun- um var mikið af Lithothamnion og.kóralþangi, og vottur fannst þar af Ptilota plumosa. Á botninum fannst hér talsvert af Lithothamnion með ýmis konar lögun. Voru kalkþörungar þessir ýmist fastir á stein- um eða lágu lausir á botninum. 3. Fjörugróðurinn Þaragróðurinn í fjörunni var athngaður á tveimur stöðum: í skeri við Reykjanes sunnanvert og í Sviðnum. Á báðum þessum stiiðum var klóþangið algerlega yfirgnæfandi, en mikið var einnig af bólu- þangi (Fucus vesiculosus) og klapparþangi (Fucus spiralis) og tals- vert af dvergaþangi (Pelvetia canaliculata). Á klóþanginu var víðast livar mikið af Polysiphonia lastigiata, eins og oftast er. Mikið óx líka af Pilayella littoralis bæði á klóþangi og bóluþangi, einkum þó á því síðarnefnda. í skerinu við Reykjanes var mikið af kóralþangi. grænhimnu (Ulva lactuca) og purpurahimnu (Enteromorpha). í Sviðnum fundust og þessar sömu tegundir, en auk þess neðst í fjör- unni bæði söl og skollaþvengir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.