Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 19
FUGLALÍF Á SELTJARNARNESI
13
tíminn er frá 10. maí fram í júní. Aðalvarptíminn er þó síðari liluta
maí. Eggin eru oftast 4—5, sjaldnar 3. Stundum höfum við þó fund-
ið hreiður, sem fullorpið var í, með 2 eða 6—8 eggjum. Eggin eru
næstum alltaf grænleit, aðeins einu sinni liafa fundizt dökkblá egg.
Um miðjan júní sjást fyrstu ungarnir, en ekki vitum við, hvenær
þeir verða fleygir.
18. Korpönd (Melanitta fu-
sca). Etinn 19. april 1953 sást
bliki á flugi við Suðurnesvörðu.
Stefndi hann ásamt kollu, sem
ekki varð greind, suður með
ströndinni.
19. Gulönd (Mergus merg-
anser). Fremur sjaldgæf, sést að-
eins um háveturinn (desember—
febrúar) og aldrei margar sam-
an (ofast innan við 5).
20. ToppöndfMergus serra-
tor). Sést á öllum tímum árs, en
stundum tugum saman. -—- Grunur leikur á, að toppönd verpi á Sel-
tjarnamesi, og þvi til stuðnings má geta þess, að dagana frá 29. júlí
fram í miðjan ágúst 1953 sást toppandarkolla á Bakkatjörn, og var
hún fyrst með um 10 nýklakta unga. Þeir týndu brátt tölunni, og
síðustu dagana, sem hún sást, voru ungarnir aðeins 2. Um sama
leyti sást einn ungi á Seltjörn, og einnig fundust þar reknir á fjöm
2 nýdauðir ungar. 1 júlí og fram í ágúst 1954 héldu sig 2 toppandar-
kollur á Bakkatjörn, var önnur með 8, en hin með 9 unga.
21. örn (Haliaetus albicilla). 1 júlí ca. 1947 sást íullorðinn örn
á flugi hátt yfir Lambastaðatúni.
22. Valur (Falco rustico-
lus). Sést á Seltjamarnesi frá
ágústlokum fram í apríl, en
tíðastur er hann um hávetur-
inn. Bæði sjást dökkir valir og
alhvitir, en þeir síðarnefndu
eru miklu sjaldgæfari. Einu
sinni hafa valir sézt tveir sam-
an, en endranær aðeins einn
og einn fugl.
Korpandarbliki.
er algengust á veturna, og sést þá
Valur.