Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 37
ISLENZKIR FUGLAR XI 29 af ritu. Loks má geta þess, að hin fáu hvítmáfspör á Langanesi hafa ávallt orpið innan um svartbak á breiðum grasbekk í sjávarhömrum (fuglabjargi). Hreiðurgerð hvitmáfsins er mjög svipuð og hjá svartbaknum. Aðal- hreiðurefnin eru mosi, gras og fleira jurtakyns, og nær ávallt er eitt- hvað af fjöðrum af fuglunum sjálfum í hreiðrinu. Þegar hvítmáfurinn verpur á gróðurmiklum bjargsyllum, en það er raunar langalgengast, er hreiðrið þó ekki nema laut ofan í grassvörðinn, klædd innan með dálitlu af mosa og grasi. Eggin eru 2-—3, hér á landi þó miklu oftar 3, að því er virðist. Þau eru mjög lík svartbakseggjum og verða ekki greind frá þeim með vissu. Hjón skiptast á um að liggja á eggjunum, og bæði annast þau um öflun ætis handa ungunum. Talið er, að út- ungunartíminn sé 27—28 dagar. Aðalvarptími hvítmáfsins er um eða upp úr miðjum maí, og virðist hann því verpa ívið seinna en svart- bakurinn. í apríl fer hvítmáfurinn að leita varpstöðvanna, og sjást þá oft máfahópar svifa hátt í lofti yfir bjargbrúnunum. Það mun almennt vera álitið, að hvítmáfurinn sé staðfugl hér á landi, og er það vafalaust rétt. Þó er alls ekki útilokað, að slæðingur af íslenzkum hvítmáfum kunni að leita eitthvað suður á bóginn á vet- urna, en um þetta er ekkert vitað, og úr því verður ekki skorið nema með merkingum. Hér er hvitmáfurinn algengur á veturna allt í kringum land. Hann heldur sig þá með ströndum fram og á grunn- sævi eins og svartbakurinn, en þó kemur fyrir, að hann sést við ár og vötn alllangt frá sjó. Mikið af þeim hvítmáf, sem hér er á veturna, er áreiðanlega aðkomufugl norðan úr höfum. Hér hafa t. d. verið skotnir. tveir hvítmáfar, sem höfðu verið merktir sem ungar á Sval- barða. Á sumrin er hér einnig slæðingur af ungum hvítmáfum og jafnvel einnig fullorðnum fuglum (geldfuglum) allt í kringum land, án þess að vitað sé, að hve miklu leyti hér er um fugla af íslenzkum uppruna að ræða eða aðkomufugla frá norðlægari löndum. Engar skipulegar athuganir á fæðu og fæðuháttum hvítmáfsins hafa farið fram hér á landi. Þó má geta þess, að í mögum nokkurra hvít- máfa, sem ég hef rannsakað, hef ég fundið lindýr (krækling, möttul- doppur), krabbadýr (trjónukrabba), skrápdýr (leifar af igulkerum) og fiska (sandsíli). Annars er almennt talið, að enginn verulegur munur sé á fæðu og fæðuháttum hvitmáfsins og svartbaksins, og mun það vera rétt. Þó hef ég ástæðu til að halda, að íslenzki hvitmáfur- inn sé ekki eins rángjarn og svartbakurinn. 1 norðlægari löndum, þar sem svartbakurinn er ekki, er hvítmáfurinn aftur á móti talinn vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.