Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 59

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 59
SITT AF HVER.TU 51 búinn að gæða sér nokkra stund á bráð sinni. Mér fannst valurinn brjóstumkennanlegur að hafa framið þetta illverk, sem hann iðraðist svo mikið eftir. Stundum gat það farið svo, að valnum væri sýnd veiðin en ekki gefin. Yæru nýtnir menn sjónarvottar að því, sem fram fór, gripu þeir herfangið af valnum og færðu það sem björg í búið. Var því trúað, að valsleginn fugl væri ekki alls kostar hættulaus að- dráttur, því ef vanfær kona borðaði af honum, þó ekki væri nema einn munnbita, gæti hún átt það á hættu, að afkvæmi hennar yrði með valbrá. Flestum þeim rjúpum er dauðinn vís, sem valurinn tekur í einelti, en samt eru þess nokkur dæmi, að hann missi af bráðinni á síðustu stundu. Hefur það verið í frásögur fært, þegar rjúpan flýr á náðir manna til þess að bjarga lífi sínu. Einu sinni var ég svo hepp- inn að skjóta skjólshúsi yfir eina rjúpu, um stundarsakir, sem á síð- ustu stundu slapp undan banahögginu. Það var snenmia vetrar 1888 sem ég var að leysa hey rétt innan við dyr á lítilli torfhlöðu á Upp- sölum í Hálsasveit, þar sem ég var þá bóndi. Heyri ég þá að barið er það heljarhögg í dyrastaf hlöðunnar, sem stóð opin, en á sama augnabliki kemur rjúpa í fangið á mér og leggst i heyið, sem ég var þá búinn að leysa. Rjúpan skalf bæði af mæði og ótta, en höggið sem henni var einni ætlað, lenti allt á dyrastaf hlöðunnar, en rjúpan var ósködduð. Þegar ég kom út úr hlöðunni, sveimaði valurinn þar aftur og fram eins og hann gæti ekki trúað því, að hann sjálfur, þessi slynga veiðikló, hefði orðið svona slyppufengur í þetta eina sinn. Svo hækk- aði hann flugið og hvarf úr augsýn, að líkindum í góðri trú um það að fá skaðann bættan á öðrum stað. Rjúpan hímdi hjá mér hin róleg- asta þangað til valurinn var með öllu horfinn og af henni runninn mesti óttinn. Óvinur hennar, valurinn, flögraði burt með hinum mesta fýlusvip, en rjúpan lyfti sér til flugs með sigurgleði, þegar ég var búinn að bera hana til dyra og þakka henni fyrir komuna. Mér þótti þetta góður og merkilegur gestur og notaði það fyrir umtalsefni þegar lítið markvert bar til frétta. Þá kunni ég líka aðra sögu af rjúpu og val, sem gerðist við messu í Stóráskirkju litlu eftir 1840. Þegar messa er nýbyrjuð kom það Ik'I jarhögg á kirkjuþilið og í sama bili skýst rjúpa inn um kirkju- dyrnar og inn að altarishorni og skríður þar að fótum Kolbeins Árna- sonar bónda á Hofsstöðum. Þarna kúrði hún höggunarlaus, þar til messu var lokið; þá var hún borin út og flaug þá burt heil og hress. Þetta er eina dæmið, sem ég veit um að rjúpa hafi hlýtt messu um leið og hún var að bjarga sér úr lífshættunni. Margar sögur þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.