Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 21
FUGLALÍF Á SELTJARNARNESI
15
26. Vepja (Vanellus vanellus). Hinn 13. des-
ember 1953 sást vepja við Eiði. Hún sást víðar um
nesið næstu daga, m. a. í Gróttu.
27. Heiðlóa (Charadrius apricarius). Sést á
tímabilinu apríl—nóv., en mjög fáar í júni—júli.
Hún kemur í byrjun apríl, en er ekki mjög mörg
á vorin (200—300, stundum allt að 400). Snemma
í ágúst fer þeim aftur að fjölga að ráði og ná há-
marki seint í september og skipta þá oft þúsund-
um, en fækkar í október og hverfa að mestu fyrir
miðjan nóvember. Hinn 28. nóv. 1953 sást þó ein
heiðlóa við Suðurnesvörðu.
28. Sandlóa (Charadrius hiaticula). Farfugl.
Hún fer að koma um 20. apríl, en 1953 sáum við
þó eina sandlóu 10. apríl. Henni fjölgar ört og er
alkomin síðast í apríl, um 50 fuglar. Sandlóan er
mjög algengur varpfugl á Seltjarnarnesi og geng-
ur næst kríunni að fjölda. Mun ekki vera of hátt
að áætla tölu hreiðra um 25. Sandlóan verpur í
fíngerðum sandi og möl í gróðurlausu landi eða
gróðurlitlu. Oft virðist hún koma hreiðrinu fyrir
við hlið stórra steina, spýtna, beina og skelja. Hreiðrið er aðeins dæld
í jörðina, en undir eggin er oftast hrúgað saman allmiklu af smáum
skeljabrotum eða smásteinum. Hjá 29 fullorpnum fuglum reyndist
eggjafjöldinn þessi: 2 egg voru í 2 hreiðrum, 4 egg í 26 hreiðrum og
5 egg í einu hreiðri. Sandlóan virtist oftast verpa eggjunum með um
2 daga millibili, en þetta er þó ekki reglulegt, því að stundum líður
aðeins 1 dagur á milli eggjanna. Fyrsta hreiðrið með fullum eggja-
fjölda höfum við fundið 12. mai, en aðalvarptíminn mun vera frá
20.—30. maí. Óunguð egg finnast þó fram yfir miðjan júní, og er þá
líklega um eftirvarp að ræða. Biðilsflug sandlóunnar ber vott um mikla
flugfimi. Flýgur þá annar fuglinn, líklega karlfuglinn, fram og aftur,
fast við jörðu, í ótal hlykkjum og beygjum. Þessu heldur hann lengi
áfram án þess að setjast. Fuglinn gefur um leið frá sér kvakandi
hljóð. Hvert sandlóupar hefur sérstakt umráðasvæði, og rekur það
allar sandlóur burt af því og jafnvel fugla annarra tegunda Ef komið
er nálægt hreiðrinu, barma þær sér mjög og kveinka. Virðist sand-
lóan haga sér þannig allan tímann, meðan hún á egg og unga. T. d.
hefur sandlóa sézt barma sér fyrstu dagana í maí, og hefur liún þá
Tjaldar.