Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 45
FLÖRUNtJUNGAR 37 nafni við áður viðurkennt heiti hennar . Hjá honum heitir hún því: Carex Goodenoughii Gay, var. acrogyna Ostf. forma grasilenta f. nova. Samkvæmt umsögn Ingólfs Davíðssonar, sem var við gróðurrannsóknir í Loðmundarfirði um svipað leyti og ég, er stör þessi allmikið algengari að sunnanverðu i firð- inum en að norðan. (Sjá Náttúrufr., 1. h. 1954). 28. Juncus squarrosus L. Stinnasef. Þessa seftegund, sem aðeins hefur fundizt óð- ur á einum stað hérlendis, Goðdal í Strandasýslu, fann ég i hólfdeigjuhalli stutt frá bænum i Stakkahlíð. Það vex þar á litlum bletti, um það bil 4 metra að flatarmáli. Ekki vex það þétt, en var þroskalegt. Hæstu eintökin voru um 37 —38 cm á hæð. 34. Sagina subulata (Sw.), Presl. Broddkrækill. Vopnafirði, syðst i kaupstaðn- um, hjá Garði, og hjá Leiðarhöfn. Á bóðum stöðunum i klettum. Álfaborgin og Kiðuklettar í Borgarfirði. 37. Ranunculus auricomus L. Sifjarsóley. Þessa sjaldgæfu tegund fann ég ó tveim stöðum i Njarðvík, i Kerlingarfjalli og í Skjaldarfjalli. Á bóðum stöð- unum hátt uppi í smágrýttum lausaskriðum. 41. Sangvisorba officinalis L. Blóðkollur. Sumarið 194-6 fann ég blóðkoll í kirkju- garðinum ó Skeggjastöðum á Langanesströnd. Ilafði hann verið fluttur þang- að fyrir um það bil 60 órum, vestan af Snæfellsnesi, og gróðursettur ó leiði. Sýnist hann dafna vel i kirkjugarðinum og í túninu i kring um hann. Fró Skeggjastöðum hefur hann verið fluttur i skrúðgarða á nokkrum bæjum ó Ströndinni. Á Bakkagerði við Borgarfjörð fann ég hann á gróinni garðrúst sunnarlega í þorpinu. Var mér sagt, að þar, hafi áður verið verzlun. Ekki var blóðkollurinn blómgaður þama, en dálitlir blaðskúfar ó við og dreif. En með blómi sá ég hann í skrúðgarði á Desjarmýri. Þangað var hann fluttur frá Skeggjastöðum á Langanessttönd. 42. Oxalis acetosella L. Súrsmæra. 1 Flóru íslands, 2. og 3. útgáfu, segir, að Halldór Ásgrímsson, gagnfræðingur, hafi fundið súrsmæruna við Hvannstóð i Borgarfirði í grónu framhlaupi og þar allmikið af henni. Veit ég ekki til þess, að súrsmæran hafi endurfundizt á þessum stað fyrr en ég fann hana sumarið 1952, eftir allmikla leit. Framhlaupið er mikið um sig. Að ofan er það gróið lyngi, viði og birkikjarri. Neðst, þar sem hlaupið hefur stöðvazt, er það mjög stórgrýtt, einkum norðvestur-hornið. Þar vex súrsmæran í urðargjótum og ó milli steina, niðri við jafnsléttu. Ekki nær hún yfir stórt svæði, en var þétt og þroskaleg í sumum gjótunum. Hæstu blaðleggirnir 18 cm. Stærstu smáblöð- in 3 cm i þvermál. Blóm né aldin fann ég ekki. — Sögn er um, hvernig stend- ur á þessu framhlaupi. Þarna var fyrrum góður engjateigur, hinn bezti i Hvann- stóðs landi. Bóndinn á næsta bæ, Hólalandi, öfundaði Hvannstóðs-bóndann af enginu, og af kunnóttu sinni hleypti hann stykki úr fjallinu niður yfir engið. Bóndinn á Hvannstóði kunni nokkuð fyrir sér líka. Að laununt fyrir engja- spjöllin lagði hann ó, að búsmali ó Hólalandi skyldi upp frá J)ví aldrei eira þar i heimahögum, Hefur það rætzt. 45. Viola Riviniana Rchb. Skógfjóla. Hana fann ég efst í Úlfsstaðahólsi, uppi við kletta á grasi- og lyngigrónum skriðurindum. Ekki er iitbreiðslusva:ði lienn- ar stórt J)ama og vafasamt, að liún hafi borið blóm. Hefur fundizt fyrr ó Aust- fjörðum. Þau eintök, sem ég fann þama, voru heldur smávaxin, hæst 9 cm og mest blaðbreidd 3 cm. Hef áður fundið V. Riviniana í birkikjarri ó Flateyjar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.