Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 27
FUGLALlF Á SELTJARNARNESI 21 ber—desember. 1 april er hún algeng, og einnig sjást stöku fuglar á sumrin fram í ágúst. 51. Teista (Cepphus grylle). Slæðingur er af teistu i apríl og fram í maí, og ein hefur sézt 5. des. 52. Lundi (Fratercula arctica). Verpur í Akurey. Sést stöku sinn- um að sumrinu til i fjörunni Kollafjarðarmegin og einu sinni Skerja- fjarðarmegin (allir ataðir í olíu). Allmikð rekur einnig af lunda á fjörur á sumrin. 53. Snæugla (Nyctea scandiaca). Frá því ll.nóv. 1951 fram yfir áramót hélt snæugla sig í Suðurnesi og á gröndunum. 54. Brandugla (Asio flammeus). Hinn 18.marz 1951 sást brand- ugla nálægt Bakkakoti. Eftir það sást brandugla öðru hverju í Lamba- staðatúni fram í april (líklega sami fuglinn). Hinn 4. febrúar 1953 fannst nýdauð og að mestu étin brandugla á Bakkagranda. Hefur þar líklega verið valur að verki. 55. Hrafn (Corvus corax). Sést allan ársins hring, en er fágætur á sumrin (maí—ágúst). Langalgengastur um háveturinn. Oft sjást „hrafnaþing“ hér og þar um nesið, og sitja það oft margir hrafnar (stundum 70 eða fleiri). 56. Músarrindill (Troglodytes troglodytes). Oft sjást fáeinir við ströndina fyrri hluta vetrar (okt.—des.). Árin 1952 og 1953 sá- ust þeir þó aldrei. 57. Gráþröstur (Turdus pilaris). Óreglulegur vetrargestur, sem sést í des.—febrúar. 1 fugl sást auk þess 14. april 1953 með skógar- þröstum. Aldrei hafa þeir sézt fleiri en 4 saman. 58. Skógarþröstur (Turdus musicus). Algengur umferðafar- fugl, sem sést aðallega í apríl. Skipta þá oft hundruðum. Einu sinni hefur hann sézt að vetri til, einn fugl í fjörunni 1,-—3. febrúar 1953. 59. Steindepill (Oenanthe oenanthe). Allalgengur farfugl, sem kemur venjulega seinast í apríl (komudagar 19.4.—1.5.) og er orð- inn algengur snemma í mai. Fækkar síðan aftur, og seint í mánuð- inum er iitið orðið eftir annað en varpfuglar. Steindepillinn verpur hér og þar um allt svæðið nema í Suðurnesi. Hreiðrin eru í hlöðnum grjótgörðum, í urðum og holum undir steinum o. s. frv. Höfum að- eins athugað 2 hreiður, annað með 5, en hitt með 8 eggjum. Ekki er þó fullvíst, að fuglinn liafi verið fullorpinn í fyrra skiptið. Varptím- inn virðist vera fyrri hluti júnímánaðar. 1 ágúst og í septemberbyrj- un ber mikið á steindeplum meðfram sjónum. Seinni hluta september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.