Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 31
ISLENZKIR FUGLAR XI
25
uppbringu og hálsi, en að ofanverðu eru þeir 1 jósmóbrúnir með meira
eða minna greinilegum dílum og þverflikrum. Nefið er grásvart, ljóst
við rótina. Við hver búningaskipti lýsast ungfuglarnir smám saman,
unz þeir að lokum klæðast búningi fullorðinna fugla, þegar þeir verða
kynþroska fjögurra ára að aldri.
Hvítmáfurinn er hánorrænn (arktiskur) fugl. Hann er varpfugl á
Islandi, Jan Mayen, Bjarnareyju og Svalbarða, svo og i ishafslöndum
Ráðstjórnarríkjanna frá Hvítahafi austur að Beringshafi, þar með
taldar íshafseyjarnar Franzjósefsland, Novaja Zemlja, Severnaja
Zemlja, Nýsíberisku eyjarnar og Wrangeley. Þá er hann og varp-
fugl í íshafslöndum N.-Ameríku, frá Alaska til Labrador og Græn-
lands. í Grænlandi er hann algengur varpfugl, bæði á vestur- og
austurströndinni, allt frá suðurodda landsins og norður úr. Á vetrum
leitar talsverður slæðingur af hvítmáf lengra eða skernur suður á bóg-
inn, í Kyrrahafi allt suður til Japan og Kaliforniu og í Atlantshafi
til norðanverðrar austurstrandar Bandaríkjanna og til stranda Vestur-
Evrópu. Strjálir flækingar sjást þó oft allmiklu sunnar.
Um útbreiðslu og varpheimkynni hvítmáfsins hér á landi hafa menn
allt til þessa verið harla ófróðir. Ég hef þvi gért mér alveg sérstakt
far um að afla sem gleggstrar vitneskju um þessi atriði, og hefur sú
viðleitni leitt ýmislegt óvænt i ljós, eins og ijóst má vera af því, sem
hér fer á eftir.
Á norðanverðu Snæfellsnesi er nokkurt hvitmáfsvarp í Búlands-
höfða, bæði framan í höfðanum neðan við veg og eins í hömrum ofan
við veg austan í höfðanum, i vestur frá bænum Höfðakoti. Þá er og
talið, að einn og einn hvítmáfur á stangli verpi í Svartbakafelli suður
af Búlandshöfða, en áður muni þar hafa verið meira varp. Þá eru
einnig hvítmáfsvörp i Mýrai'liyrnu og Kirkjufelli við Grundarfjörð
og i Bjarnarhafnarfjalli (í Ámýrarklettum) við Kolgrafarfjörð. 1 Dala-
sýslu eru hvitmáfsvörp hjá Staðarfelli á Fellsströnd og á Skarðsströnd
í Mela- og Ballarárbjörgum og í Fagradalsfjalli hjá Heinabergi. 1
Barðastrandarsýslu eru vörpin flest. Á Reykjanesi eru vörp í Höllu-
staðabjargi sunnan í Reykjanesfjalli og í Staðardrang i landi Lauga-
lands norðvestan í fjallinu. Næsta varp er í brattri hamrahlíð, er
kallast Vellir, vestan megin Kollafjarðar, í landi Kletts í Gufudals-
lireppi. í'á tekur við varp í Fjarðarbjargi austan Kerlingarfjarðar, í
norðaustur frá bænum Firði, og siðan koma vörp i Rauðsdalsfjalli og
Hvammsfjalli milli Vatnsfjarðar og Hagavaðals, og í Litluhlíðarfjalli
vestan Hagavaðals. Loks koma svo vörp í Vætufjalli og Máfaskorar-