Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 31

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 31
ISLENZKIR FUGLAR XI 25 uppbringu og hálsi, en að ofanverðu eru þeir 1 jósmóbrúnir með meira eða minna greinilegum dílum og þverflikrum. Nefið er grásvart, ljóst við rótina. Við hver búningaskipti lýsast ungfuglarnir smám saman, unz þeir að lokum klæðast búningi fullorðinna fugla, þegar þeir verða kynþroska fjögurra ára að aldri. Hvítmáfurinn er hánorrænn (arktiskur) fugl. Hann er varpfugl á Islandi, Jan Mayen, Bjarnareyju og Svalbarða, svo og i ishafslöndum Ráðstjórnarríkjanna frá Hvítahafi austur að Beringshafi, þar með taldar íshafseyjarnar Franzjósefsland, Novaja Zemlja, Severnaja Zemlja, Nýsíberisku eyjarnar og Wrangeley. Þá er hann og varp- fugl í íshafslöndum N.-Ameríku, frá Alaska til Labrador og Græn- lands. í Grænlandi er hann algengur varpfugl, bæði á vestur- og austurströndinni, allt frá suðurodda landsins og norður úr. Á vetrum leitar talsverður slæðingur af hvítmáf lengra eða skernur suður á bóg- inn, í Kyrrahafi allt suður til Japan og Kaliforniu og í Atlantshafi til norðanverðrar austurstrandar Bandaríkjanna og til stranda Vestur- Evrópu. Strjálir flækingar sjást þó oft allmiklu sunnar. Um útbreiðslu og varpheimkynni hvítmáfsins hér á landi hafa menn allt til þessa verið harla ófróðir. Ég hef þvi gért mér alveg sérstakt far um að afla sem gleggstrar vitneskju um þessi atriði, og hefur sú viðleitni leitt ýmislegt óvænt i ljós, eins og ijóst má vera af því, sem hér fer á eftir. Á norðanverðu Snæfellsnesi er nokkurt hvitmáfsvarp í Búlands- höfða, bæði framan í höfðanum neðan við veg og eins í hömrum ofan við veg austan í höfðanum, i vestur frá bænum Höfðakoti. Þá er og talið, að einn og einn hvítmáfur á stangli verpi í Svartbakafelli suður af Búlandshöfða, en áður muni þar hafa verið meira varp. Þá eru einnig hvítmáfsvörp i Mýrai'liyrnu og Kirkjufelli við Grundarfjörð og i Bjarnarhafnarfjalli (í Ámýrarklettum) við Kolgrafarfjörð. 1 Dala- sýslu eru hvitmáfsvörp hjá Staðarfelli á Fellsströnd og á Skarðsströnd í Mela- og Ballarárbjörgum og í Fagradalsfjalli hjá Heinabergi. 1 Barðastrandarsýslu eru vörpin flest. Á Reykjanesi eru vörp í Höllu- staðabjargi sunnan í Reykjanesfjalli og í Staðardrang i landi Lauga- lands norðvestan í fjallinu. Næsta varp er í brattri hamrahlíð, er kallast Vellir, vestan megin Kollafjarðar, í landi Kletts í Gufudals- lireppi. í'á tekur við varp í Fjarðarbjargi austan Kerlingarfjarðar, í norðaustur frá bænum Firði, og siðan koma vörp i Rauðsdalsfjalli og Hvammsfjalli milli Vatnsfjarðar og Hagavaðals, og í Litluhlíðarfjalli vestan Hagavaðals. Loks koma svo vörp í Vætufjalli og Máfaskorar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.