Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 35
ÖSKUFALL, SVO AÐ SPORRÆKT VAR 97 ið á autt graslendi og þykktin því að líkum eitthvað minni en sem svarar því, að hylji lágklaufir og hófskegg, en þó tel ég varlega áætl- að, að öskuþykktin austan Hvítár hafi verið a. m. k. 10 sm, en a. m. k. 5 sm kringum Skálholt. Landssvæðið innan 5 sm jafnþykktarlínu (isopachyt) öskulagsins er lágt reiknað 5000 ferkílómetrar eða níu sinnum stærra en svæðið innan sömu þykktarlínu í síðasta Heklugosi, en svæðið innan 1 sm jafnþykktarlínu lágt reiknað 14000 ferkiló- metrar. Ályktanir þessar byggi ég einnig á mælingum mínum á ösku- lögum í jarðvegssniðum á Suðurlandi, sem hér yrði of langt að rekja, en þess má geta, að öskulagið frá 1721 hefi ég rakið austan Hvítár allt norður i eyðibyggðina á Hrunamannaafrétti, en vestan Hvítár norðvestur að Hagavatni, og er öskulagið þar um 1 sm þykkt í jarð- vegssniðum (sbr. jarðvegssnið, sem teiknuð eru i ritgerðunum Örlög byggðarinnar á Hrunamannaafrétti, Árb. h. ísl. fornl.fél. 1943—48 og Some tephrochronological contributions, Geograf. Annaler 1949). Samkvæmt þeim tiltölulega nákvæmu mælingum og útreikningum, sem gerð voru á öskulagi því, er myndaðist fyrsta dag Heklugoss- ins 1947, var meðalþykkt öskulagsins innan við 1 sm jafnþykktarlínu 7 sm. Slíka tölu er þó ekki hægt að algilda, og svo virðist sem gos- mölin hið næsta eldstöðvunum sé allmiklu fíngerðari í Kötlugosinu og öðrum undirjökulsgosum en i Heklugosum. 1 Kötlugosum fellur því væntanlega hlutfallslega minna af ösku hið næsta eldstöðinni, miðað við það, sem lengra berst, heldur en í Heklugosum. Tel ég því rétt að ætla meðalþykkt öskulagsins innan 1 sm jafnþykktarlínu ösku- lagsins frá 1721 nokkru lægri en í síðasta Heklugosi, eða 5 sm. Sam- kvæmt því hafa 700 milljónir teningsmetra ösku fallið innan nefndr- ar línu eða nær átta sinnum meira en innan sömu línu i Heklugos- inu fyrsta gosdaginn. Með hliðsjón af ofangreindu tel ég ekki fjarri lagi að áætla heildar- rúmmál öskunnar nýfallinnar í Kötlugosinu 1721 1.5 milljarð ten- ingsmetra, þ. e. 1.5 teningskílómetra, og er það lágmarkstala og líkur fyrir því, að öskumagnið hafi verið yfir 2 teningskm. Sé reiknað með því, að rúmtak þessarar ösku hafi verið um 1, sam- svara 1.5 teningskm um 500 millj. teningsm af föstu bergi með eðlis- þyngdinni 2.8, en þess er að gæta, að Kötluaskan frá 1721 er svört, basísk aska, mjög svipuð Kötluöskunni frá 1918, en kísilsýrumagn hennar var 47.68% (A. Lacroix, Die Eruption des Katla auf Island. Compt. Rend. 170, bls. 861—865). Til samanburðar má geta þess, að Samúel Eggertssyni reiknaðist 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.