Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 35
ÖSKUFALL, SVO AÐ SPORRÆKT VAR 97 ið á autt graslendi og þykktin því að líkum eitthvað minni en sem svarar því, að hylji lágklaufir og hófskegg, en þó tel ég varlega áætl- að, að öskuþykktin austan Hvítár hafi verið a. m. k. 10 sm, en a. m. k. 5 sm kringum Skálholt. Landssvæðið innan 5 sm jafnþykktarlínu (isopachyt) öskulagsins er lágt reiknað 5000 ferkílómetrar eða níu sinnum stærra en svæðið innan sömu þykktarlínu í síðasta Heklugosi, en svæðið innan 1 sm jafnþykktarlínu lágt reiknað 14000 ferkiló- metrar. Ályktanir þessar byggi ég einnig á mælingum mínum á ösku- lögum í jarðvegssniðum á Suðurlandi, sem hér yrði of langt að rekja, en þess má geta, að öskulagið frá 1721 hefi ég rakið austan Hvítár allt norður i eyðibyggðina á Hrunamannaafrétti, en vestan Hvítár norðvestur að Hagavatni, og er öskulagið þar um 1 sm þykkt í jarð- vegssniðum (sbr. jarðvegssnið, sem teiknuð eru i ritgerðunum Örlög byggðarinnar á Hrunamannaafrétti, Árb. h. ísl. fornl.fél. 1943—48 og Some tephrochronological contributions, Geograf. Annaler 1949). Samkvæmt þeim tiltölulega nákvæmu mælingum og útreikningum, sem gerð voru á öskulagi því, er myndaðist fyrsta dag Heklugoss- ins 1947, var meðalþykkt öskulagsins innan við 1 sm jafnþykktarlínu 7 sm. Slíka tölu er þó ekki hægt að algilda, og svo virðist sem gos- mölin hið næsta eldstöðvunum sé allmiklu fíngerðari í Kötlugosinu og öðrum undirjökulsgosum en i Heklugosum. 1 Kötlugosum fellur því væntanlega hlutfallslega minna af ösku hið næsta eldstöðinni, miðað við það, sem lengra berst, heldur en í Heklugosum. Tel ég því rétt að ætla meðalþykkt öskulagsins innan 1 sm jafnþykktarlínu ösku- lagsins frá 1721 nokkru lægri en í síðasta Heklugosi, eða 5 sm. Sam- kvæmt því hafa 700 milljónir teningsmetra ösku fallið innan nefndr- ar línu eða nær átta sinnum meira en innan sömu línu i Heklugos- inu fyrsta gosdaginn. Með hliðsjón af ofangreindu tel ég ekki fjarri lagi að áætla heildar- rúmmál öskunnar nýfallinnar í Kötlugosinu 1721 1.5 milljarð ten- ingsmetra, þ. e. 1.5 teningskílómetra, og er það lágmarkstala og líkur fyrir því, að öskumagnið hafi verið yfir 2 teningskm. Sé reiknað með því, að rúmtak þessarar ösku hafi verið um 1, sam- svara 1.5 teningskm um 500 millj. teningsm af föstu bergi með eðlis- þyngdinni 2.8, en þess er að gæta, að Kötluaskan frá 1721 er svört, basísk aska, mjög svipuð Kötluöskunni frá 1918, en kísilsýrumagn hennar var 47.68% (A. Lacroix, Die Eruption des Katla auf Island. Compt. Rend. 170, bls. 861—865). Til samanburðar má geta þess, að Samúel Eggertssyni reiknaðist 7

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.