Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 40
30 NÁTTÚRU FRÆÐIN GURINN sá hann vegna reykja og gufu, en taldi eldsuppkomuna hafa verið í einum gíghól norður af Blæng. Má vera að þetta „lave rundladne Bierg“ sé gígur sá á norðaustursprungu Lakagíga, sem er í for- grunni á mynd II. Á þriðja degi hélt Magnús til byggða. Sveinn Pálsson ber brigður á, að Magnús hafi komizt lengra en að Kaldbak, en mér virðist kort það, er Magnús hefur gert af út- breiðslu hraunsins, benda eindregið til þess, að hann hafi komizt á Blæng. Kortið er furðu gott og Magnús fer mjög nærri réttu um lengd vesturhraunsins. Einnig er mikill fengur að lýsingu hans á hraunum og vikrum svo skömmu eftir gosið. Sveinn Pálsson bætti þó stórum um þekkingu á sjálfum gosstöðvunum. Sveinn lagði upp í för þangað frá Geirlandi 30. júlí 1794, gisti fyrstu nótt við Galta og fór daginn eftir yfir hraunið fyrstur rnanna þar efra, en þegar haustið 1783 liafði verið gengið.yfir vesturhraunið frá Skaftárdal yfir i Skaftártungu. Sveinn kom fyrstur manna að gígaröðinni suðvestur af Laka og hafði einnig yfirsýn yl’ir norðeystri gígaröð- ina af Varmárfelli 31. júlí, en þaðan hélt hann til Geirlands um kvöldið. Kort Sveins af Skaftáreldahrauni og eldstöðvunum er nokkru réttara en kort Magnúsar Stephensens. Það kort Þorvalds Thoroddsens, sem hér er birt (1. mynd) er byggt á þeim kortum, ssem hér hefur verið getið. Nú líða nær 9 áratugir þar til Lakagígar eru kannaðir að nýju. Var það hinn kunni norski jarðfræðingur Amund Helland, sem lagði upp frá Hörgsdal ásamt landa sínum, A. M. Hansen, 12. ágúst 1881. Þeir gistu fyrstu nóttina við Öldusker. Næsta dag hrepptu þeir þoku, en könnuðu suðvestur gígaröðina, og norðaust- urgígana daginn eftir. Mældu þeir hæð fjölda gíga með loftþyngdar- mæli. Árið 1886 birti Helland greinargott rit um Skaftárelda: Lakis kratere og lavaströmme. Fylgja því tveir uppdrættir, annar af útbreiðslu hraunanna, hinn af gígaröðinni, og er það þetta kort, sem síðan hefur birzt í ótal eldfjallaritum. Það er í mjög stórum mælikvarða, nálægt 1:11 000, og er kortið rúmir 2 metrar að lengd. Mjög er það einfaldað, en þó vel hægt að átta sig á því. Næstir á vettvang eru tveir enskir vísindamenn, Tempest Ander- son og H. J. Johnston-Lavis og birti sá fyrrnefndi lýsingu á nokkr- um af Lakagígum og myndir af þeim í bók sinni: Volcanic Studies in many Lands, sem út kom í London 1903 (bls. 122—134 og pl. LXIV—LXVIII).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.