Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 40
30
NÁTTÚRU FRÆÐIN GURINN
sá hann vegna reykja og gufu, en taldi eldsuppkomuna hafa verið
í einum gíghól norður af Blæng. Má vera að þetta „lave rundladne
Bierg“ sé gígur sá á norðaustursprungu Lakagíga, sem er í for-
grunni á mynd II. Á þriðja degi hélt Magnús til byggða. Sveinn
Pálsson ber brigður á, að Magnús hafi komizt lengra en að
Kaldbak, en mér virðist kort það, er Magnús hefur gert af út-
breiðslu hraunsins, benda eindregið til þess, að hann hafi komizt
á Blæng. Kortið er furðu gott og Magnús fer mjög nærri réttu um
lengd vesturhraunsins. Einnig er mikill fengur að lýsingu hans á
hraunum og vikrum svo skömmu eftir gosið. Sveinn Pálsson bætti
þó stórum um þekkingu á sjálfum gosstöðvunum. Sveinn lagði upp
í för þangað frá Geirlandi 30. júlí 1794, gisti fyrstu nótt við Galta
og fór daginn eftir yfir hraunið fyrstur rnanna þar efra, en þegar
haustið 1783 liafði verið gengið.yfir vesturhraunið frá Skaftárdal
yfir i Skaftártungu. Sveinn kom fyrstur manna að gígaröðinni
suðvestur af Laka og hafði einnig yfirsýn yl’ir norðeystri gígaröð-
ina af Varmárfelli 31. júlí, en þaðan hélt hann til Geirlands um
kvöldið. Kort Sveins af Skaftáreldahrauni og eldstöðvunum er
nokkru réttara en kort Magnúsar Stephensens.
Það kort Þorvalds Thoroddsens, sem hér er birt (1. mynd) er
byggt á þeim kortum, ssem hér hefur verið getið.
Nú líða nær 9 áratugir þar til Lakagígar eru kannaðir að nýju.
Var það hinn kunni norski jarðfræðingur Amund Helland, sem
lagði upp frá Hörgsdal ásamt landa sínum, A. M. Hansen, 12.
ágúst 1881. Þeir gistu fyrstu nóttina við Öldusker. Næsta dag
hrepptu þeir þoku, en könnuðu suðvestur gígaröðina, og norðaust-
urgígana daginn eftir. Mældu þeir hæð fjölda gíga með loftþyngdar-
mæli. Árið 1886 birti Helland greinargott rit um Skaftárelda:
Lakis kratere og lavaströmme. Fylgja því tveir uppdrættir, annar
af útbreiðslu hraunanna, hinn af gígaröðinni, og er það þetta kort,
sem síðan hefur birzt í ótal eldfjallaritum. Það er í mjög stórum
mælikvarða, nálægt 1:11 000, og er kortið rúmir 2 metrar að lengd.
Mjög er það einfaldað, en þó vel hægt að átta sig á því.
Næstir á vettvang eru tveir enskir vísindamenn, Tempest Ander-
son og H. J. Johnston-Lavis og birti sá fyrrnefndi lýsingu á nokkr-
um af Lakagígum og myndir af þeim í bók sinni: Volcanic Studies
in many Lands, sem út kom í London 1903 (bls. 122—134 og pl.
LXIV—LXVIII).