Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 99 borð í höfunum staðið sem næst í stað. Þó að Helgafellshraun nái niður fyrir sjávarmál aust- an og vestan á eyjunni, verður nú að álykta, að hraunin hafi runnið þar út í sjó, en væntan- lega hlaðið undir sig gosmöl eða gjalli, sem þá mundi mynda lag undir stórum hluta hraunbreið- unnar. Ofan á hrauni og fjöru- sandi í borholunni liggja enn 1G m setlög. Sandur í efstu 7 m er vafalaust foksandur, því hann er mikill á þessum slóðum og myndaðist eftir landnám. 9 m af tuffi þar undir hygg ég líka að sé svipað eðiis, en ef til vill meira komið ofan úr hinni bröttu móbergshlíð Hánnar, sem liggur upp frá borholu- staðnum. Undir hraungjallinu í hol- unni er enn sjávarsandur, sem á 22 m sjávardýpi liggur á bas- alti, skornu af gangi neðantil, en undir því er 3 m þykkt lag af hiirðnuðum fjörusandi með skeljabrotum á 37—40 m sjávar- dýpi. Nú hagar svo til í næsta nágrenni, að Austur-Há er gos- stöð, sem framleitt hefur gjall og hraunlög og síðan myndað brattan hamar vegna ágangs sjáv- ar austan frá. Þessi gosstöð er I. mynd. Efri hluti borholu, sem gerð var á Heimaey 1964. Berglög eftir greiningu Jens Tómassonar.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.