Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 6

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 6
100 NÁTTÚRU FRÆÐINGU RIN N örugglega mun yngri en móbergslögin í Há-Hánni, eins og glöggt sést á samskeytum. Fjörusandinn á 37—40 m dýpi túlka ég sem forna, lága strönd við aðal-Hána og Skiphella, en basaltið ofan við svarar þá sennilega til gossins á Austurhá; það hefur orðið við þessa lágu sjávarstöðu. Þessi lága sjávarstaða svarar nú mjög vel til mikilvægs atriðis í formum Eyjanna. Þær eru gerðar úr all-hörðu móbergi, sem mynd- ar lóðrétt standberg, ekki aðeins ofansjávar heldur nær bergið áfrarn niður á nokkurra tuga metra dýpi. Margir sjávarhellar hafa grafizt inn í móbergið og er hyldýpi í þeim. Þetta verður ekki skýrt á annan hátt en þann, að aðaleyðing Uteyja og Norðurkletta hafi átt sér stað, er móbergið var orðið vel hert og sjór stóð tugum metra neðar en hann gerir nú. 30—40 m djúpur flatur eyðingarflötur er og greinilegur á sjávarbotninum. Borholan kveður nú skýrar á, og bendir til strandar á 37—40 m dýpi. Sú sjávarstaða um lengri tíma skýrir ágætlega hin djúpu standberg og dýpið í sjávarhell- unum, því varla þarf að taka fram hér, að djúpt niður fyrir sjávar- borð grefur sjórinn ekki. Það er einnig athyglisvert, að engar telj- andi eyðingarræmur liggja meðfram klettum við núverandi sjávar- borð og hefur fyrri sjávareyðingin því verið miklu meiri en hin síðari við núverandi sjávarflöt. Innan Hafnar má sjá leifar af hinum slétta, lóðrétta vegg sunnan í Heimakletti, er myndazt hefur við lágt sjávarborð. Eru þessar leifar þaktar grænbrúnni veðrunarhúð, en á milli þeirra er mikið af hvilftum eða kórum, sem vindur hefur étið, og sést þar hið ferskara, ljósbrúna berg. Hinn forni veggur stendur því sem næst óhreyfður frá því að Helgafellshraun runnu og girtu þarna fyrir sjávareyðingu. Hamarinn hefur verið búinn að fá fulla hörku, er hraunin runnu og bendir það vissulega til allmiklu liærri aldurs en er á hinu rnjúka gosöskulagi C, sem drekkti gróðrinum á Garðs- enda og mun rúmlega 5000 ára gamalt. Fyrir 18000 árum var sjávarborð í heimshöfunum um 100 m neðar en nú, sökum bindingar vatns í jöklum ísaldar. En um þetta leyti hófst veruleg rýrnun jökla og sjór tók að hækka. Var hann fullrisinn fyrir um 6000 árum. En þar sem jökulfarg hafði þvingað lönd niður, eins og liér á landi átti sér stað, er saga sjávarborðsins flóknari. Og ef einstakar jarðspildur við ströndina hreyfðust einnig upp eða niður á þessum tíma, vandast málið fyrst fyrir alvöru; en

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.