Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 14
108 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN m á stóru svæði og vestan hugsuðu misgengislínunnar þar er fjöldi smáhóla á sjávarbotni og Þrídrangar og Einidrangur ofansjávar- Ieifar gígaklasa, sem ekki hefur lyf/t eins og aðalspildan. Að mis- gengisins gætir ekki skýrt að vestan, stendur sennilega í sambandi við mikinn framburð stóránna Ölfusár og Þjórsár, sem fyllti upp að stallinum. Lyfta Eyjaræman hefur verið hindrun fyrir austur- flutningi þessa framburðar á þeim tíma er hún stóð um 40 m hærra en nú. Surtsey liggur eftir þessu á suðvesturhorni misgengisræmunnar og er það ekki óeðlilegur gosstaður. Þetta gos þarf því engan veginn að boða frekari eldsumbrot í náinni framtíð á sjálfri Eyjaspildunni, þótt ekki sé hægt að fortaka neitt um slíkt. Nú er fróðlegt að líta á nákvæm kort af svæðinu suðvestur af Reykjanesi og á Reykjanesið sjálft (5. mynd). Á landi höfum við skástíga röð af lyftum, aflöngum spildum, svo sem Sýrfell-Stapafell, Núpshlíðarháls og Austurháls eða Sveifluháls. Og á 70 km langri ræmu til suðvesturs sjáum við á landgrunninu svipaða skástíga röð af 10—20 km flötum hryggjum, sem mjög sennilega eru flestir lyft- ar spildur, þótt sumir kunni að vera afskornir eldgosahryggir. Hér eiga eldgos sér enn stað, en aðalatriðið er hitt, að hið marflata yfirborð neðansjávarhryggjanna er á allt að 100 m dýpi — og mun tákna sjávareyðingu, er sjór stóð hér lágt á ísöld, því ferging undan ís hefur verið lítil á þessu svæði. Hér eru þá misgengisræmur á Reykjanes-Þingvalla eldgoslínunni, sem myndast hafa á ísöld, en Vestmannaeyjasvæðið er liluti og framhald af eldgosalínunni eystri, sem gengur fyrst með norðaustur og síðan norðlægari stefnu þvert í gegnum landið. Sú lína hefur vissulega verið; virk fyrr en á nú- tíma, enda bera borholugögnin það með sér, að því er Eyjasvæðjð snertir. Hér er því ekkert óeðlilegra að finna bæði gos frá ýmsum tímum, svo og ýmist lyftingu eða sig aflangra spildna. Eins væri ekki óeðlilegt að búast við framhaldi slíkra skástígra spildna og eklfjallaraða á hafsbotninum suðvestur frá Eyjaspildunni, en sjó- mælingar eru enn ónógar til að slíkt verði séð greinilega. 6. Hraun í Úteyjum og jarðvegsþverskurðir. Áður var það ljóst orðið, að gosið hefur á ýmsum tímum á Heimaey og í næsta ná- grenni hennar. Slíkt hefði og getað gerzt í Úteyjum. Þannig er það ekki fyrirfram sjálfsagt, að hraungígur á miðri Bjarnarey, sem

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.