Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
109
án e£a hefur myndazt á þurrlendi, svo og hraungígir í Elliðaey
þurfi að vera jafngamlir og móbergslög þessara eyja, enda fær það
illa samræmst þeirri niðurstöðu minni, að móberg þessara eyja
hafi myndazt og harðnað undir sjó. Hinsvegar er, að því er bezt
verður séð, náið samband milli móbergs og hrauna í Brandi; mó-
bergsgarðurinn myndar nú hálfhring utan um blágrýtisdrang, sem
er gígtappi, og lárétt hraun sitja síðan hátt uppi í bröttum innvegg
gíggarðsins. Hér ætti að vera um hliðstæðu við Surtsey að ræða.
Hér skyldi þó haft í huga, að ef breiður gíggarður nær fyrst vel
upp úr sjó og umlykur þétt djúpan, víðan gíg, er ekki útilokað, að
gígurinn þorni við áframhaldandi gos og hraun geti þá runnið og
setzt fyrir innan garðs neðan sjávarmarka. Þetta verður þó að kanna
vel hverju sinni. En hraungosin í Bjarnarey og Elliðey verð ég að
telja tilkomin seint í sögunni og eftir að eyjarnar risu úr sæ.
Hér kem ég að ítarlegum rannsóknum Sveins Jakobssonar jarð-
fræðings, sem hann gerði að efni í prófritgerð, og hefur birt bráða-
birgðaskýrslu um. Þýðingarmesta framlag hans þar er krystalla-
fræðileg og efnafræðileg rannsókn berggerðanna, sem fyrir koma.
í öðru lagi hefur hann kannað jarðvegssnið bæði á Heimaey og í
Úteyjum og fundið sömu megin-öskulögin allsstaðar, svo að hægt
er að bera saman aldur þeirra undirlaga, sem jarðvegurinn leggst
á. Samkvæmt sniðunum má heita, að sami jarðvegurinn leggist á
Helgafellshraun, Stórhöfðahraun í 70 m hæð, Elliðaeyjarhraun og
Bjarnareyjarhraun. Eftir því virðast öll þessi hraun vera jafngömul,
segjum 4000 til 5000 ára. En hér er eitt varhugavert. Við vitum, að
Stórhöfðahraunið er ekki aðeins talsvert eldra en Helgafellshraun,
heldur lagðist fyrst hið 10—15 m þykka lag C yfir Stórhöfðahraun.
Það lag vantar algerlega í þverskurðinn, svo að, það hefur fyrst orð-
ið að fjúka burt, áður en jarðvegurinn gat lagzt beint á hraunið.
En getur þá ekki á sama hátt vantað einhver eldri gosöskulög ofan
á hraunin í Elliðaey og Bjarnarey, sem hurfu áður en jarðvegurinn
tók að myndast?
Og loks leggst sami jarðvegur beint á sjávarsand í 100 m liæð
norðvestan Sæfjalls, eftir athugunum Sigurðar Þórarinssonar, og er
sá sandur þó eldri en Stórhöfðahraun.
Af jarðvegsþverskurðinum á Stóra-Klifi og norðvestan Sæfjalls
verð ég helzt að draga þá ályktun, að Eyjarnar hafi verið nær al-
gerlega gróðurlausar þar til eftir Helgafellsgos, að Garðsenda-