Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 16
110 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN gróðrinum undanskildum. Og þetta er í rauninni ekkert óeðlilegt, því einmitt á svipuðum tíma og Helgfellgos, hófst hér á landi (og' á Norðurlöndum) mild veðrátta, sem svarar til aðal-lurkalagsins í mýrajarðvegi meginlandsins. Hinar stöku og alla jafna I)rcittu eyjar úr gleypu móbergi hafa, að því er virðist, ekki boðið upp á heppi- leg skilyrði fyrir gróður og myndun gróðurmoldar fyrr en þá. Þess- vegna álít ég, að jarðvegssniðin séu mjög varasöm til aldursákvarð- ana undirlaga, sem eldri eru en frá þessum milda tíma, þ.e. eldri en Helgafellsgos eða Garðsendagróður. Þá ályktun, sem Sveinn dreg- ur aí jöfnum jarðvegi á ýmsum stöðum, þ.e. að aldur undirlags sé nærri hinn sami, verður að mínum dómi að endurskoða. En einmitt þessi jafni tími, sem hann fær þannig fram, gefur honum tilefni til að sjá hliðstæðu við Surtsey í öllum Úteyjum og Suður- fellum, þannig að allt þetta móberg séu ofansjávar-gosöskuhaugar, og hraunin, t.d. í Elliðaey og Bjarnarey, séu hverju sinni loka- stig hvers goss. En eins og ég hefi bent á hér að framan, spennir myndunarsagan yfir lairgan og viðburðaríkan tíma, þar á meðal lóðréttar spilduhreyfingar. Efa ég ekki, að Sveinn muni gera mál- inu öllu fyllri skil í ýtarlegri heildarritgerð sinni. Það er með til- liti til hennar, að ég fer hér sem minnst út í lýsingar á einstökum fjöllum eða þversniðum, en legg áherzluna á höfuðlínur. 7. Síðari jarðsaga Heimaeyjar. Fróðlegan þverskurð rakst ég á 1959 við Kaplagjótu, en hún er mjó sjávarskora rnilli Helgafells- hrauns og Dalfjalls (sjá 6. mynd). Dalljall er hér mest gert úr stuðluðu blágrýti og er það innskotsberg í móberg. Þegar Helga- fellshraun runnu, var hér lágur sjávarhamar mótaður í móbergs- þekju utan á blágrýtinu. Sjór mun hafa staðið hér sem næst jafn- hátt og nú, sbr. borholugögnin. Efsta og eina hraunið sem sést, rann nú að þessum hamri, eða því sem næst. Aður hafði það grjót, sem ofan hrundi úr hinni bröttu fjallshlíð, lent í sjónum, en nú fékk það fasta undirstöðu á hrauninu og myndaðist þá mikil skriða utan á hlíðinni, og náði fóturinn um 35 m út á hraunið. Seinna ruddi sjór sér leið inn í skriðuna, hreinsaði burt allt laust efni og myndaði þá hina þröngu sjávarrennu milli hraunsins og ham- arsins, en náði ekki til skriðufótarins úti á hrauninu, og stendur hann eftir sem garður. Hækkar garðurinn inn með gjótunni, unz hann rennur saman við óskerta skriðuna fyrir botni gjótunnar.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.