Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 17
111 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 6. inyncl. Þverskurður af Kaplagjótu eftir línunni A-B á 7. mynd. Leif fornrar skriðu fvrir tima Kaplagjótu. Eftir að garðurinn utan til hafði þannig slitnað úr sambandi við fjallið; og fékk þaðan enga frekari viðbót, gat jarðvegur lagst á garðinn, og er hann 1 til 1,5 m þykkur. Þessi jarðvegur getur því gefið hugmynd um það hvenær Kaplagjóta myndaðist. Ekki kann- aði ég öskulög í jarðvegssniði, en Jrar sem ótruflaður jarðvegur á Helgafellshrauni er 2—3 m, og líklega 4—5 þúsund ára, mætti lauslega áætla aldur gjótunnar 2000—2500 ár. Þótt Jressi áætlun sé gróf, verður hún sennileg af því að Jretta er mjög athyglisverður tími. Það var nefnilega á Jressum tíma, að veðrátta versnaði mjög hér á landi. Uppblástur varð í hraunum austur og suður af Mý- vatni og væntanlega um allt miðhálendi landsins, og strandmynd- anir breyttust (Trausti Einarsson, 1955, ’66). Það kæmi Jrví ekki á óvart, að einmitt á þessum tíma hefði sjór orðið atkvæðameiri við niðurrif hér, tætt burt hraun utar með( Dalfjalli og loks hreinsað skriðuna úr Kaplagjótu. Þetta leiðir mig til þeirrar skoðunar, að á landnámstíð hafi gjótan þegar verið til og hraunurðin með strönd- inni héðan og fyrir Torfmýri til Ofanleitishamars verið svipuð og nú. Þó þori ég ekki að fortaka, að fyrir Torfamýrinni kunni ekki að

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.