Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 19

Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 113 Hér gekk sjór því áfram milli hrauns og Kletts og fyrir botni, með- fram Klifi og að Há, safnaðist fyrir breiða, Botninn, með hæð í samræmi við núverandi sjávarmál. En þar að kom, að stórgrýtis- grandi teyði sig austan frá Urðum í átt til Heimakletts og mætti þar öðrum granda. Undir Löngu er mikil urð úr stórgrýti, mest móbergi, sem fallið hefur ofan úr hömrunum. Hefir sjór ekki náð að lireinsa }:>etta hrun og er það því sennilega til komið eftir að hraunin runnu og drógu þarna úr sjávargangi. En frá þessari urð austanverðri óx grandi til suðurs og myndaði Ilörgaeyri, sem svo er kölluð. Að lokum munu eyrarnar hafa náð saman, eða því sem næst. Mér Jrykir nú sennilegast, að þessir grandar hafi einkum orð- ið til á sama illviðraskeiðinu, sem ég nefndi í sambandi við Kapla- gjótu. En er tíðarfar mildaðist aldirnar kringum landnám, var aðflutningur efnis minni frá Urðum og þá munu grandarnir eða grandinn hafa tærst í miðju og við Jrað opnast Leiðin inn í höfn- ina. Enn mun Jió norðurendinn, Hörgaeyrin, hafa staðið vel upp úr sjó um landnám og fram yfir 1269, er kirkjan var lögð niður norðan vogsins (Þorkell Jóhannesson, Örnefni í Vestmannaeyjum, Þjóðvinafél. 1938), en hún hafði fyrst verið reist Jxar Kristnitöku- árið, og var Jrá leiðin opin inn í höfnina („ var hlutað til, hvoru- megin vogsins standa skyldi“). Vafasamt er hvar norðan vogsins kirkjan hefur staðið, en hitt skiptir mestu máli hér, að, Jaegar Hörgaeyrin var hætt að veita vörn gegn brimutn, var kirkjan í bráðri hættu, eins þótt hún hefði t.d. verið reist við Kleifnaberg, eins og sumum hefur dottið í hug vegna mannabeina, er þar fundust. En málið horfir nokkuð öðruvísi við að Jrví er Eiðið snertir. Efnið í það er komið frá Skönsum, þ.e. sjávarhlið Stóra-Klifs. Hér þurfti ekki að bíða eftir Helgafellshraunum til að fá efni í granda; hér verður að hefja söguna miklu fyrr. Á -f-40 m sjávarskeiðinu hefur strandlínan verið langt norðan Klifs og Heimakletts, eða í nánd við núverandi 40 m dýptarlínu, sbr. 4. mynd. Er athyglisvert í því sambandi, að djúpa sjávarhella vantar ltér við ströndina. Hinsvegar gengur 40 m dýptarlínan nærri alveg upp að Yztakletti og Klettshelli og talar það sínu rnáli. Ef til vill verður eyðingin að norðan meiri við nokkru hærra sjávarborð en -f-40 m. En hvað sem um það er, þá má ætla, að land- eða grandasamband hafi snemma verið milli Klifs og Kletts. Þó eru Neðri-Kleifar umkringd- 8

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.