Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 20
114
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
ai' lóðréttum sjávarhamri. Kynni sá hamar einnig að vera frá þeim
tíma, er landið seig á ný og sjór var að færast frá h- 40 m til sinnar
núverandi stöðu.
En hvað sem þessu líður, mundu merki um eiði við lágt sjávar-
mál nú horfin undir sand. Það er auðvitað hægt að hugsa sér nú-
verandi Eiði fyrst til komið með ótíðarskeiðinu, sem lokaði eftir
áðursögðu höfninni að austan. Sjór gekk óbrotinn beint inn á Eiðis-
svæðið í suðaustanbrimum fyrir tilkomu Helgafellshrauna og hefði
Eiðið líklega ekki getað staðizt, fyrr en liraunin voru komin til
sögunnar. Þannig gæti Eiðið hugsanlega verið 1—2 þúsund árum
eldra en austurgrandarnir, en böndin berast þó einna helzt að sama
illviðraskeiðinu. Á hinn bóginn má benda á, að, tjörn hefði ef til
vill getað myndazt á halnarsvæðinu um skeið meðan sjór var að
rísa og áður en hraunin runnu. Nefni ég þennan möguleika í sam-
bandi við mó, sem kom upp úr höfninni við dýpkanir og ég nefni
í greininni 1948.
Ég tel þá rétt að ganga út frá þessari mynd af hafnarsvæðinu fyr-
ir um 2000 árum: að því sé lokað af eiðum að austan og norðan.
Það getur þá ekki verið fyrr en eftir tilkomu hraunsins í fyrsta
lagi, að sandbrekkurnar Stóra-Langa og Litla-Langa verða til, og
sennilegast er það á sama illviðra- og stormaskeiðinu, sem skóp
grandana, að þessar brekkur urðu til, því á þær fór að ganga
eftir að sjór tók síðar að opna sér leið inn í höfnina. Við verðum
sennilegast að reikna með því, að allur norður- og vesturbás hafn-
arsvæðisins hafi fyllzt foksandsbreiðu, er síðan gréri upp nokkrum
öldum fyrir landnámstíð. Efnið í jsetta var fínsandur frá grönd-
unum. Á þessum tíina hefur sandbrekkan austan í Klifi einnig orð-
ið til og hefur náð upp undir Náttmálaskarð, í 200 m hæð. Enn í
dag er austanvindur svo mikilvirkur í krikanum milli Kletts og
Kleifnabergs, að liann ber sand og skeljabrot (ígulkerjabrot) beint
upp eftir berginu og stráir því á jarðveginn ofan brúna, jxe. í 150
m hæð við rætur Hettu. Þessi efni liggja efst í jarðveginum þarna
uppi og eru því alveg ný.
Mér þætti ekki ótrúlegt, að 9 m tufflagið yfir hrauninu í bor-
holunni stafi frá þessu gamla hvassviðraskeiði, en að 7 m sandlagið
efst sé yngra, enda hefur það grafið mannvistarleifar í Sandaskörðr
um í sand. Eldra uppblástursskeiðið mun og mjög sennilega hafa
dreift fínum foksandi yfir ýmis svæði hraunsins og þannig skapað