Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 23
NÁTTÚ RU FRÆÐIN G U RIN N
117
og upp að Helgafelli í mínum augum eintómar kvosir, dældir og
dalir milli hryggja, ása og hóla, og við rætur Helgafells bjó hrepp-
stjórinn í Dölum myndarbúi í kvos milli hraungarða. Annar
hreppstjóri bjó í Vatnsdal, sem mér virðist hafa verið eðlileg
nafngift. Ég held einfaldlega, að Herjólfur hefði valið sér ein-
hverja slíka kvos við höfnina, og hún gat legið einhversstaðar á
svæðinu frá Garði (Höfn) og inn fyrir Tanga eða upp á Stakka-
gerðistún. Hann gat og liafa lagt undir sig rústir íranna hafi þeir
verið þarna, enda hefðu þeir valið kvos með vatnsbóli í, t.d. í
Garðinum. En síðar blés land hans upp fyrir ágang sauðfjár, en
jörð sendin og lagðist þá upphafsbærinn í auðn; hraunið varð víða
bert á þessum slóðum. Ormur, sonur Herjólfs, hafði hinsvegar
kynnst því, að hrun úr Heimakletti þurfti ekki að óttast, hér var
ekki hætta á vatnsskorti og ef til vill kaus hann að hafa vík milli
vina. Þarna bjó hann við Hamar niðri, eins og J. G. Ó. lagði út
textann, og hér átti Heimakletts-nafnið vissulega við. Þetta svæði
varð seinna örfoka eins og Sandaskörð og allur vesturhluti Helga-
fellshrauns.
Herjólfur bjó fyrir innan Ægisdyr, og hvað gat verið betra
nafn á hafnarmynnið? Fellur þá allt í eðlilega heild. En um 1700
gerðist undarleg saga, þegar sá ágætismaður, Árni Magnússon, kom
í erindum Jarðabókarinnar til Eyja. Hann kunni Landnámu og
spurði eftir Herjólfsdal, en enginn þekkti það örnefni, sem varla
var von, ef bærinn stóð þar sem nú voru komin verzlunarhús, eða
fiskhjallar og íbúðarhús, að því ógleymdu, að þarna höfðu og
Englendingar byggt kastala eftir 1400. Byggðin hafði sent sé staðið
ofan í landnámsbænum í 800 ár. Ægisdyr töldu menn þó hins-
vegar vera hafnarmynnið.
Aðaldalurinn á eyjunni hét á máli Eyjarskeggja Dalver, en þarna
hélt Árni sig hafa fundið Herjólfsdal, og prestar, sem voru hinir
bókvísu menn, féllust síðan á þessa skoðun athugasemdalaust. Síð-
ar sögðu lærðir menn, að Kaplagjóta mundi vera hinar fornu
Ægisdyr Landnámu. En nú verða menn að athuga, að Eyjarnar eru
morandi í örnefnum; hver hóll, strýta, steindrangur, gilskora, hell-
ir og skúti eða bekkur og brík í bjargi hefur sitt nafn. Að þekkja
þessi örnefni var mönnum nauðsyn bæði vegna þess, að fiski-
miðin eru ákveðin með miðunum, skurðpunkti tveggja tiltekinna
sjónlína frá bátnum, og eins og ekkert síður vegna fuglaveiðanna.