Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 24

Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 24
118 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Allt þetta urðu menn að þekkja. Um fermingu þekkti ég um 400 örnefni og var þó auðvitað hvorki formaður né fyrirliði við fugla- veiðar eða eggjatöku. En tvö örnefni áttu fróðustu menn ekki að þekkja, þegar Árni Magnússon leitaði eftir: heitið á sjálfri innsigl- ingunni, lifæð Eyjarskeggja, svo og heitið á stærsta og eina eigin- lega dalnum á Heimaey. Þar var túlkun hins mikla lærdómsmanns tekin sem öruggari heimild. Að mínum dómi hefur Dalver því aldrei heitað Herjólfsdalur. Við strákar töluðum aldrei um annað en Dalinn, né gerði fullorðið fólk það í mínu ungdæmi. Fyrst af bókum lærðum við það, að dalurinn Jiéti fullu nafni Herjólfs- dalur, en þar voru áhrif Árna Magnússonar á ferðinni. Ég geri ekki ráð fyrir, að þetta vafasama nafn eða rangnefni falli niður aftur, enda skiptir litlu máli, ltvað dalurinn er nú kallaður, ef því er ekki lialdið of fast fram, að þarna hafi fyrsti bærinn staðið. Um byggðina í Eyjum fljótlega eftir landnám hlýtur að Irafa farið eins og um byggðina almennt í landinu, þ.e. að býlunum fjölgaði ört jafnframt því sem Jrau smækkuðu. Ég lteld Jrað væri í fullu samræmi við niðurstöður Ólafs Lárussonar (1944), ef býli liefðu verið komin í Sandaskörðum, inni í Dal og víðar um byggi- leg svæði á Heimaey snemma á 12. öld, svo að rústir frá Jressum tímum segja út af fyrir sig ekkert til né frá um staðsetningu Dals þess, sem Herjólfur bjó í. 9. Brekkubobbi (Helix hortensis). Að lokum skal hér vikið að líffræðilegu atriði, sem kann að snerta eldri jarðsögu Eyjanna. í sand- og grasbrekkunni vestan í Neðri-Kleifum og líklega einnig Undir Löngu lifir snígill einn með fagran, brúnröndóttan kuðung. Hann finnst hvergi liér á landi nema hér og undir Eyjafjöllum, að því er dr. Finnur Guðmundsson hefur tjáð mér. Annað afbrigði af honum, með gráum í stað brúnna randa, lifir víða á Austur- landi. Dr. Finnur vakti fyrir löngu athygli mína á því, að, sumir dýrafræðingar teldu á Jrví vissar líkur, að Jaessi snigill ltefði lifað af síðustu ísöld liér á landi. Ég veitti honum Jrví athygli á jarð- fræðiferðum og lann Austfjarðategundina m.a. sunnan í Gunnólfs- víkurfjalli á Langanesi, en Jtar hefði hann getað lifað af ísöld. En mikla útltreiðslu hefur hann nú eystra, við gil og í brúnum Fljótsdals og Jökuldals, og hefur þá komizt langt frá sínum ísaldar- heimkynnum. Þar, sem ég sá Eyjafjallabobbann, virtist liann blátt

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.