Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 36

Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 36
130 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Ingólfur Davíðsson: Slæðingar sumarið 1969 Suðureyri við Súgandafjörð 25. júlí. Skógarkerfill og ljósatvítönn í og við garða, en þó lítið. Fagur- fífill (Bellis) útbreiddur í grasflöt við hús Gissurar Guðmunds- sonar. Vallarfoxgras í ræktuðum grasblettum. Lítið af húsapunti, skriðsóley, njóla og baldursbrá. Bolungarvík 27. júlí. Þistill, húsapuntur, skriðsóley. Hnífsdalur 28. júlí. Húsapuntur, sigurskúfur og hindber útbreidd í kirkjugarðinum. Gulbrá upp á brekku í kauptúninu, búin að, vaxa þar lengi. Spánar- kerfill hel’ur verið gróðursettur í stórgrýtta urð skammt frá býlinu Hrauni í Hnífsdal og breiðist þar út. Áður hefur undirritaður skrásett vestfirzka slæðinga á ísafirði, Flateyri, Þingeyri, og Patreksfirði. Sjá ritgerðina Slæðingar í Nátt- úrufrœðingnum, 33. árg. 1963, bls. 166—186 og Greinar IV, 3, 1967: The Immigration and Naturalization of Flowering Plants in Ice- land since 1900. Nýlegir slæðingar. Fyrir 6—7 árum fundu þau hjónin Jenny Sigmundsdóttir og Guð- mann Högnason í Hafnarfirði sérkennilega, blágræna, þykk- og fremur stórblaðaða jurt í skriðujaðri í hlíðinni upp af Fllíðarvatni í Selvogi, ofan vegar, vestan skálans í Hlíð. Uxu allmörg eintök af tegundinni þarna. Þau fluttu eintak heim í garð og dafnar jurtin þar vel að Skerseyrarvegi 7. Þetta reyndist vera völvu- hnoðri (Sedum maximum), en hann vex villtur á Norðurlöndum og er hér sums staðar ræktaður í görðum til skrauts. (Sjá Garða-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.