Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
131
gróður, 2. útgáfu, bls. 251—252). Blómin eru gulhvít eða hvítgræn
og sitja í skúfum. Gömul lækninga- og spádómajurt. Hnoðrinn
blómgast á hverju sumri í garðinum og er þar mun vöxtulegri en
úti í urðinni í Selvogi. Völvuhnoðrinn hefur annað hvort slæðzt
út frá ræktun eða verið fluttur á staðinn af einhverjum til gamans.
Annar sérkennilegur slæðingur, fingurax, (Digitaria ischae-
mum), vex í gróðurhúsum í Hveragerði. Grastegund með fingur-
laga öx.
Þriðja slæðinginn, hagableikju (Barbarea stricta), fann Jó-
hann Pálsson, leikari, við kirkjugarðinn í Fossvogi sumarið 1969.
Þessi slæðingur vex nú einnig á Keldum í Mosfellssveit og í skurð-
jaðri við Garðshorn í Fossvogi. Hagableikjan ber stinnar, uppréttar
greinar og mjóa, upprétta skálpa, sem liggja fast upp að stönglinum.
Akranes 12. ágúst.
Gulbrá algeng. Stór græða af hóffífli nálægt sementsvet'k-
smiðjunni. Sandfax sést, en minna af því en áður. Krossfífill
og kúmen hér og hvar. Mikill húsapuntur, talsvert af skriðsóley.
Brenninetla í sandgörðum.
Egilsstaðir á Héraði 16. ágúst.
Akurarfi, gulbrá. IVJikiIl húsapuntur, skriðsóley.
Búðir í Fáskrúðsfirði 17. ágúst.
Geitakál (Aegopodium podagraria) í nokkrum görðum, þ.á.m.
í kirkjugarðinum, en þar vaxa einnig hindber og bæði skógar-
kerfill og spánarkerfill. Skógarkerfillinn vex víðar í og við
garða. Þistill vex í gili inni í kaupstaðnum, rétt við veginn.
Húsapuntur mjög mikill, skriðsóley.
Kirkjuból í Stöð'varfirði 18. ágúst.
Geitakál, spánarkerfill, sillurhnappur, hindber, sigurskúfur.
Mikill húsapuntur og skriðsóley.
Seyðisfjörður 19. ágúst.
Mikill hóffífill. Geitakál, skógarkerfill, þistill. Fleiri slæðingar
fundust þar á árunum 1960—1966.