Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 133 hefur fundið bergsteinbrjót bæði í Bjólfi og á Vestdal. Súrsmæra vex hér og bvar við hlíðarætur á grýttu landi. Jöklasóley hátt uppi. Hefur verið flutt í garða á Seyðisfirði og þrífst sæmilega í stein- hæðum. í Sexhólagili á Litlu-Völlum í Bárðardal vex mikið af melasól, að sögn Gunnars Sigurgeirssonar. Hvít þrenningarfjóla. Seint í júlí sumarið 1969 kom undirritaður í blómagarð frú Jennyar Sigmundardóttur og Guðmanns Högnasonar, Skerseyrar- vegi 7 í Hafnarfirði og sá þar talsvert af hvítri fjólu. Hvíta fjólan er fengin frá Galtardal í Dýrafirði og segist frú Jenny muna eftir henni þar frá uppvaxtarárum sínum vestra. Vex fjólan hvíta hér og hvar í snöggiendum brekkum. Sumar jurtirnar bera alhvít blóm, en á öðrum er neðsta krónublaðið gult. Jenny ræktar mjög mikið af þrenningarfjólum í garðinum og hefur árum sam- an gert úrval fjólublóma, vegna litbrigðanna, sem eru mjög fjöl- breytileg. Bera sumar fjólurnar hvít blóm, aðrar livít og gul, sum- ar blá og hvít eða blá og gul. Litbrigðin virðast óendanleg. Hvít krækiber eru löngu kunn frá Hjarðardal í Dýrafirði. Jenny segir þau einnig vaxa í Stúfudal í Dýrafirði. Telur hún ísætara bragð af hvítu berjunum heldur en af venjulegum svört- um krækiberjum og minna helzt á sætukoppabragð. Hvít krækiber eru og fundin í Kirkjuhvammi á Rauðasandi, Skálholti, Ölfusi og Flatatungu í Skagafirði.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.