Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 40

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 40
134 NÁTTÚRUFRÆÐINGURIN N Trausti Einarsson: Fjörumór á Garðsskaga í grein um Vestmannaeyjar hér í heftinu hefi ég vísað til athug- unar á fjörumó á Garðsskaga og tel rétt að nota tækifærið til að koma þessari atluigun jafnframt á framfæri í sérstöku greinar- korni, þótt fyrr hefði mátt vera. 12. júní 1960 athugaði ég á stórstraumsfjöru leifar af fjörumó, sem liggja 400—500 m sunnan Garðsskagavita og 100 m utan við graskamb strandarinnar. Neðst liggur 50 cm þykkur hreinn mór ofan á harðri möl eða klöpp. Þá tekur við 3—5 cm lag úr skelja- sandi, skeljum og kuðungum og talsvert er einnig í því af lábörðr um vikri, 1—3 cm völum. Auk vikurmolanna, fann ég basaltmola lábarinn, urn 4 cm í þvermál, og hryggjarlið (úr ýsu eða þorski?). Hér á hvílir aftur hreinn mór og sjást 25 cm eftirstöðvar af lagi, sem Jrykkara hefur verið. Fjöruborð stóð um 35 cm neðan við mó- botninn um kl. 15,40 jænnan dag. Sama eftirmiðdag var fjaran í Reykjavík 10 cm hærri en stórstraumsfjaran sjálf, eftirmiðdaginn 10. júní. Ingimar Óskarsson, náttúrufræðingur, athugaði fvrir mig dýra- leifarnar, og fer niðurstaðan hér á eftir. 1) Ur skeljalaginu í fjörumónum: Nákuðungur (Nucella lapil- lus) 1; klettadoppa (Littorina saxatilis) 15; og afbrigðið var. groenlandica 2; þangdoppa (Littorina obtusata) 12; og af- brigðið var. littoralis 12; hrúðurkarl, brot; kræklingur, nokkr- ar svo til heilar skeljar; brimgagar (Nassa incrassata) 1; kambdofri (Trophon clathratus) ?; þarastrútur (Lacuna di- varicata) 1; rataskel (Saxicava rugosa) 1; kúfskel (Cyprina islandica) (?) örsmá. 2) Teknir lifandi á sama stað: klettadoppa, og afbrigðið var. groenhmdica; Jrangdoppa; og afbrigðið var. littoralis (flöt); nákuðungur.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.