Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 43

Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 137 þegar hann slaer. Þá magnar hann hraðann að því augnabliki, sem hann snertir fuglinn. Hver, sem horfir á slíkar aðfarir, skammt frá eða í góðum sjón- auka, getur sannfærzt um, hver reginmunur er á þeim. Þar kemur heyrnin einnig til greina. Þegar fálki breytir aðför sinni til að grípa fugl, fylgir því ávallt talsvert súghljóð, en þegar hann slær heyrist ætíð misjafnlega hátt högghljóð. Tækifærin til þess að sjá þessar aðfarir nú eru aftur á móti orðin sorglega fá hjá því, sem var fyrir fjörutíu til hundrað, árum, a. m. k. hér í Þingeyjar- sýslum. En að| því verður vikið síðar. En þeim, sem gjarnan vilja kynnast þessu, skal bent á það, að sjái þeir fálka, sem eykur hraða sinn, er hann að öllum líkum kominn í vígahug og þess vert að gefa honum gætur, því sjón er sögu ríkari. Með þeim sjónaukum, sem flestir hafa nú völ á, er það stórum auðveldara að fylgjast með honum. Kjörstaðir fyrir fálka á veiðum og fluglistir hans. í Þingeyjarsýslum munu með réttu vera taldir beztu og mestu uppeldisstaðir rjúpunnar á íslandi. Það ber fyrst og fremst að þakka hinum kjarnmikla og fjölhæfa gróðri og víðáttumiklu víði- lendum og birkiskógum. A þeim sömu slóðum hefur einnig verið mikið um fálka, enda rjúpur sú fæðan, sem líf hans veltur á. Og þegar saman fara há fjöll, kiædd skógi og víði að neðan, en ofar lyng- tegundum, rjúpnalaufi og grasvíði, er það hvort tveggja, kjörland rjúpunnar til varnar og fóðuröflunar á fimbulvetrum, og einnig hið ákjósanlegasta veiðiland fyrir fálkann, og þá einnig varpstaðir. Það sama má segja um Jökulsárgljúfur, þar sem fleiri fálka- og hrafnshreiður munu enn vera sýnileg, en á nokkrum öðrum stað á landinu miðað við stærð. Við árgljúfrin og fjöllin hér í Öxar- firði, fjöllin milli Skjálfanda og Öxarfjarðar — þar sem rjúpur söfnuðust svo oft saman á haustin svo þúsundum skipti og fram eftir vetri þegar tíð var góð — og sömuleiðis í fjöllunum milli Skjálfanda og Eyjafjarðar, sérstaklega að austan, hafa rjúpur oft verið skotnar svo tugum þúsunda skipti suma vetur, frá því um miðja síðustu öld og allt fram um 1920 til 1930. Hafa margar rjúpnaskyttur sagt mér sögur af árásum fálka, sem þeir veittu sérstaka athygli skammt frá sér, á rjúpur, sem oft flugu yfir þá í

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.