Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 49

Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 49
NÁTTÚRU F RÆÐIN G U RIN N 143 svæði hans, og með nokkurri þolinmæði er frenrur auðvelt að i'inna hreiðrið, þessvegna var það svo, að í nokkur ár vissi ég um flest, ef ekki öll, spóahreiður, er voru í nágrenni mínu á vori hverju. Háttalag spóans er svo margbreytilegt á varpsvæðinu, að ekki er nægilegt að velja aðeins eitt par til athugunar á venjum hans og láta það nægja til þess að lýsa, hvernig heildin af þessum fuglum hagar sér á varpstöðvunum. Eins má vera að sama gildi um fjöru- spóann. Svo bar til vorið 1918, að í einu spóahreiðri, er ég fann, voru fjögur egg. Þessi egg voru allmikið stærri en ég liafði þar til fundið í nokkru spóahreiðri. Eins og spóans er venja var hreiðrið í laut á stórri þúfu. Var þúfan á mótum mýrar og valllendis. Þetta var ofarlega í landareign- inni, eða næstum uppi á móts við Bergþórslivol, er stendur á vestur- bakka Affallsins. Þarna var hólmi í Affallinu, sem nú er senni- leg orðinn landfastur við annan hvorn bakkann. Var hólminn oft varpstaður kjóans. Vegna fáfræði var ég alls óvitandi um gildi þessa hreiðurfundar. ímyndaði ég mér í fyrstu, að eggin væru tvíblóma. Tók ég eitt eggið og hafði með heim. En eggið reyndist vera með einni rauðu og nýorpið, enda mun það vera með miklum ólíkindum, að fjögur tvíblóma egg finnist í einu og sama hreiðri. Eg tók að veita þessum spóum meiri athygli. Sá ég brátt, að þeir höguðu sér í ýmsu afbrigðilega, t.d. flugu þeir nærri ætið alla leið að hreiðrinu en læddust ekki síðasta spölinn, eins og spóans er venja. Eins var, ef styggð kom að þeim, að fuglinn, er á sat, skreið ekki úr hreiðrinu, heldur flaug hann úr því. Settist hann oftast á sömu þúfuna, er bar vel yfir umhverfið. Þögulli voru þessir fuglar í grennd við hreiður sitt en venja er hjá spóanum. Því var það svo, að þótt ég gengi þarna um daglega, vissi ég ekki, að á þessu svæði væri spóahreiður fyrr en ég sá þá hrekja veiðibjöllu í burtu, en við það voru þeir mjög harðskeyttir. Var svartbakurinn oft á sveimi meðfram ánni. Gáfu þessir spóar oft frá sér illskulegt væl, er jjeir voru að verja varpsvæðið fyrir vargi, og eins var ef smalahundurinn var í nánd við hreið.ur þeirra. Síðan liefi ég heyrt spóa gefa frá sér svipað hljóð, ef hann vissi um ref eða mink í nágrenni við hreiður sitt. Vani spóans er sá, að fuglinn, sem heldur vörð, tekur að vella

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.