Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 50

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 50
144 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hátt og hvellt, er hann verður var við hættu. Er þetta viðvörunar- vell hans án undanfarandi flaututóna, er hann gefur frá sér, þegar vel liggur á honum. Oft hef ég spóann læðast á milli þúfna langan veg frá hreiðrinu, áður en hann flaug, og næstum alltaf læðist hann einhvern spöl frá hreiðrinu, áður en hann flýgur. Aðeins örsjaldan hef ég séð spóa setjast á hreiðurjjúfuna en í flestum tilfellum sezt hann nokk- urn spöl eða alllangt frá hreiðrinu, og læðist svo að því, oftast í ótal krókum. Hvernig spóunum lánaðist að unga út þessum stóru eggjum, get ég því miður ekki sagt um með vissu, en ég hygg, að tveir ung- ar hafi komist á legg, því að eitt sinn, er ég koma að hreiðrinu, var aðeins skurn í því. En fáum dögum síðar sá ég í fjöruborði tjarnar þar skammt frá, þar sem mikið var af vatnabobbum og vor- flugulirfum, tvo spóaunga og einn fullorðinn fugl hjá þeim. Sumarið 1925 kom ég í fyrsta sinn í Náttúrugripasafnið í Reykja- vík. Þá opinberaðist mér sá sannleikur, en því miður sjö árum of seint, að ég hefði fundið hreiður fjöruspóa vorið 1918. SUMMARY A probable nesting ol tlie Curlew (Numr.nius arquata) in Iceland by Jóhann Thorsteinsson Tlre curlew (Numenius arquata) is a regular and a íairly common winter visitor to Iceland. During winter its main liaunts are the shores of the southern and southwestern parts of the country although there are also numerous records frorn other parts of Iceland. In the spring of 1918 the author found a nest with four eggs which most likely belonged to the curlew although this cannot now be satisfactorily substantiated. The nest was found in a fairly drv, grassy area on the eastern bank of the River Affall, near the coast in the Landeyjar area, province of Rangárvallasýsla, S. Iceland. All four eggs in tlris nest were rnuch larger than eggs of the whimbrel (Numenius phaeopus) and both bchaviour and voice of the parents appeared to differ from that of the whimbrel which was a common nesting bird in the same area. The nesting of this probable pair of curlews was successful as apparently at least two young left the nest.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.